Wednesday, June 10, 2009

Miðvikudagur aftur

Ég veit ekki með ykkur en cd banninu var aflétt tímabundið í gær. Ég pantaði þó ekki nema tvo. Já þetta var óvart!

Vinkona mín kemur til mín annað kvöld og ég veit ekki alveg hvað ég á að bjóða henni uppá. Sennilega pasta sallad með parma skinku, furuhnetum, eðalosti ásamt fleiru. Gaman að eiga vinkonu sem kemur í heimsókn. Verst að ég er með þvottahúsið þetta kvöld og missi af þeirri skemmtun. Ekki það ég er svo sem ekki með mikinn þvott svo ég þvæ bara seinna.

Verð náttúrlega að panta þvotta tíma fyrir Mola þegar hún kemur því hún elskar að þvo.

He he he fékk smá sjokk, fór í net bankann og átti gommu af pening. Fattaði ekki neitt en sá svo að ég var búin að fá skatt til baka.

Ég er bara að bulla svo ég er hætt í bili....

No comments: