Monday, June 22, 2009

Stundum



Stundum eru hlutir ekki eins og maður heldur. Stundum er maður alveg hryllilega mikill fáviti. Stundum skilur maður bara ekki neitt. En það er allt í lagi. Maður lærir vonandi af reynslunni og finnur nýjar betri leiðir. Maður má alveg vera leiður og maður má alveg grenja ef maður vill.

Það er langt síðan ég var í þessum leik og ég kann ekki reglurnar lengur. Ég kol féll fyrir manni sem er snillingur í að leika sér að konum. Ekki það, ég hef engu tapað nema traustinu á karlmönnum. Fáránlegt! Í fyrsta skipti sem mér er ekki sama þá lendi ég á svona fífli. Þetta er búið að vera gaman, það vantar ekki. Búið að vera virkilega gott. Spennandi, þægilegt, tryggt og gott. Það eina sem er að er að allt saman var bara lýgi og rugl.

Ég er viðbjóðslega reið út í sjálfan mig afþví að ég ekki fattaði þetta. Að ég er svona mikið fífl. Ég hef heyrt í viðvörunar bjöllunum en ekki hlustað á þær. Ég hef talað um mínar innstu tilfinningar, um börnin mín, um vini mína, um allt og haldið að hann sem hlustaði þætti vænt um mig. Ég veit betur núna.

Djöfulli getur lífið verið leiðinlegt stundum.

Ég kem sennilega til Íslands 25 júlí. Á reyndar eftir að panta mér miða, þarf að fá útborgað fyrst ;-)

1 comment:

Anna Stína said...

He is made off poo, we do not do well with poo for we are fresh persones! Karlmenn eru og verða fifl, kannski til einhverjir sem eru ekki fifl, en ha?
Þú ert ekki heimsk, það falla allir í þessa gildru endrum og eins og hananú!