Tuesday, June 2, 2009

Eftir mikið hringsól

er loksins komið að því að ég byrji að vinna aðeins í fyrirtækinu mínu. Eins gott að maður á sér ekkert líf þá get ég hangið á annarri skrifstofu eftir vinnu og haldið áfram með mitt stóra áhugamál sem er bókfærsla af öllu tagi. Þetta er flott.

Bíllinn minn er hjá Hákoni vini sínum og ég vona að hann sé ekki að heimta alla mögulega varahluti því ég hef ekkert efni á að standa í því. Ég meina ég kaupi handa honum bensín samviskusamlega og mér finnst það nóg.

Hvað meira, já óskalisti til Mola.
Tuskur 2 pakka
Lakkrís saltann og svo verksmiðju bita.
Steinbíts haus, eða kanski bara harðfisk
og ef það er einhvað hægt þá reykta ýsu
og svo náttúrlega kjamma eins og þú veist

já heyrðu og Hraun það er yummy
og vertu svo ekki að eyða um efni fram mér vantar ekki neitt og þú veist það! Og farðu svo að haska þér ég er búin að bíða eftir þér ENDALAUST!

Að lokum þá er þetta nýa peysan mín og mér er skít sama hvað þið segið um það mál. Ég elska þessa peysu og ég ætla alltaf að vera í henni nema ég sé í einhverju öðru.
http://www.fanzone.fi/cobhw/productinfo.cfm?tuotenumero=195281&lang=en

No comments: