Já eða ég veit það svo sem ekki. Kláraði restina af peningnum mínum úti í búð og meira þar til. Fékk lánaðar nokkrar krónur hjá bílastússaranum mínum. Annars er þetta lýgi ég á örugglega hundraðkall í bauknum mínum. Einn lottómiða sem er 25 krónu virði og 25 krónu afsláttar miða í ICA matvörubúðinni. Ekki ónýtt =)
Ekki það mig vantar ekkert svo það væsir ekki um mig.
Á morgun er strætóferð í stóra bæinn. Fer og hitti Titti um eitt leytið. Fékk sem betur fer strætómiða frá henni síðast þegar ég var þar. Hefði ekki getað farið annars. Og það eru mörg mörg ár síðan ég var svona blönk síðast. Frekar gaman bara.
Í dag er ég ein heima. Ætla að taka til, baka og fara í hundalabbitúr út í skóg. Frekar venjulegur sunnudagur bara. Mig bráð vantar að komast í Ikea. Ætla að kaupa þar... með einu af kortunum góðu. Smá jólaskraut, smá jólagjafir og efni til að klæða stólana og eldhússófann fína.
Það kemur mér töluvert á óvart hvað það er búið að vera rólegt. Vona að það haldi svona áfram bara =)
Það er næstum visst að ég byrji í praktíkinni á flóamarkaðnum á næsta þriðjudag. Mánudagarnir fara í að hitta Titti og sálann fyrir svona beyglaða konu eins og mig. Það á að rétta mig til og ég get ekki annað sagt en að mér líst vel á þetta plan. Ætla ekki að gera neitt annað en byggja mig upp, og já hreinlega fikra mig uppá við í næstu tvo mánuði. Reikna svo með að skvera því af að redda mér vinnu eða tveimur og byrja að vinna í að byggja upp efnahaginn á ný.
All is good that ends well =)
Sunday, November 21, 2010
Saturday, November 13, 2010
Dagurinn í gær og dagurinn á morgun
Dagurinn í gær er dagur sem ég hef kviðið lengi. Ja eða alla vega í rúma tvo mánuði. Fimmtudagskvöldið var mér svolítið erfitt framan af. Ég er alveg viss um að ég hefði fengið taugaráfall ef ég hefði verið ein. En bílastússarinn minn var hér ásamt vini sínum allt kvöldið. Það dreifði huganum og að lokum náði ég meira að segja að sofna. Dagurinn í gær var svo mér til ánægju og gleði með öllu áfallalaus. Það skeði bara eiginlega ekki neitt. Ég starði á símann með ca 10 sekúnda millibili þar sem ég gat als ekki haft hljóð á honum. Og hvers vegna ekki? já ég get ekki svarað því.
Ég fór í góðann göngutúr með hundana. Tók aðeins til. Eldaði sænska jólaskinku því bílastússaranum langaði í svoleiðis ofan á brauð. Og afþví að ég er svo góð.
Í dag er ég búin að taka lífinu með ró. Paddington er enn bilaður og bílastússarinn segir mér að hann verði sennilega ekki búinn að redda varahlutum og laga hann fyrr en um miðja næstu viku.
Ég nennti svo aldrei með strætó inn í bæ aftur í gær að kaupa mjólk og einhvað. Ákvað að ég mundi bara gera það í dag í staðinn. Það var mjög heimskuleg ákvörðun því það ganga vísst engir strætisvagnar til Gullaboas um helgar. Svo ef það skeður ekkert stór furðulegt eins og að einhver komi og bjóðist til að skutla mér út í búð þá verð ég mjólkurlaus þangað til á mánudag. Svona er nú kósí að búa í sveitinni.
Ég fór í góðann göngutúr með hundana. Tók aðeins til. Eldaði sænska jólaskinku því bílastússaranum langaði í svoleiðis ofan á brauð. Og afþví að ég er svo góð.
Í dag er ég búin að taka lífinu með ró. Paddington er enn bilaður og bílastússarinn segir mér að hann verði sennilega ekki búinn að redda varahlutum og laga hann fyrr en um miðja næstu viku.
Ég nennti svo aldrei með strætó inn í bæ aftur í gær að kaupa mjólk og einhvað. Ákvað að ég mundi bara gera það í dag í staðinn. Það var mjög heimskuleg ákvörðun því það ganga vísst engir strætisvagnar til Gullaboas um helgar. Svo ef það skeður ekkert stór furðulegt eins og að einhver komi og bjóðist til að skutla mér út í búð þá verð ég mjólkurlaus þangað til á mánudag. Svona er nú kósí að búa í sveitinni.
Friday, November 12, 2010
Ánægjuleg strætóferð
Á miðvikudaginn fór ég í strætó. Svo sem ekki merkilegt á neinn hátt en frásögu færandi þar sem þetta var óvenjulega ánægjuleg ferð. Ég byrjaði á að skoða á netinu á hvaða tíma maður gæti skroppið í bæinn. Fann fljótlega út að ef ég færi með vagninum klukkan 16.25 þá hefði ég akkúrat klukkustund til að versla og vera komin í vagninn 17.40 til að vera svo heima í hlaði rétt fyrir sex.
Ég skellti mér í tiltekt og svo í sturtu. Klæddi mig upp og málaði mig. Og þrammaði öruggum skrefum út á stoppistöð. Ég áætlaði um tuttugu mínútur í að labba út á stöð og beið þar í átján. Bílstjórinn heilsaði mér með ekta hlýju brosi. Ég borgaði 28 krónur og spurði til vonar og vara hvort það væri ekki örugglega strætó til baka klukkan 17.40
-Jú, það stemmir. Ætlar þú með til baka?
-já
-Þá bíð ég eftir þér ef þú ert sein
Hann brosti sínu blíðasta og ég fann hjartaræturnar þiðna í brjóstholinu. Ég brosti til baka og lofaði að vera tímalega. Mér hefur í rauninni alltaf fundist svolítið gaman í strætó. Sitja í hlýjunni og horfa út gegnum stóru rúðurnar. Svo ætla ég ekki að halda því fram að það sé einhvað gaman að þrengjast með ljótu illaþefjandi fólki með hina og þessa geðræna kvilla. En í þessum strætó var nákvæmlega hæfilegt magn farþega. Bílstjórinn, kona sem sat fremst og talaði við hann og ég sem sat langt fyrir aftan þau.
Þegar ég kom inn í bæinn gékk ég rösklega að annari matvöru versluninni. Ég fann það sem mig vantaði, borgaði og pakkaði vörunum í bakpokann sem ég var svo klár að hafa tekið með mér. Þar næst svippaði ég mér í næstu matvörubúð og verslaði þar það sem mér fannst hafa vantað í hinni. Svo sótti ég pakka sem var í póst útibúinu. Þarnæst tók ég á sprett í áttina að málinagvöruversluninni. Keypti 5 blöð af frekar grófum sandpappír. Að lokum skokkaði ég á bókasafnið, móð og másandi sveiflaði ég af mér þungum bakpokanum. Fálmaði eftir gemsanum til að athuga hvort góði bílstjórinn væri nokkuð farinn að bíða og mér til furðu var allt þetta sem ég var búin að gera ekki búið að taka meir en tuttugu mínútur.
Ég gluggaði í bók og aðra. Slappaði af og hlýjaði mér, en fékk ekkert lánað í þetta skiptið. Tuttugu mínútum fyrir auglýsta brottför var ég svo komin út á stöð. Þar var strætóinn minn þegar mættur svo ég gat farið beint inn. Þegar ég ætlaði að borga góða bílstjóranum sagði hann bara nei nei maður borgar ekkert til baka þegar maður fer svona skot túr. Hann brosti fallega hlýja brosinu sínu og ég brosti breitt á móti. Þakkaði fyrir og settist á sama stað og áður. Það gerði líka konana sem fór með 16,25 strætó ásamt bílstjóranum og mér.
Hver veit, kannski skelli ég með strætó í bæinn aftur í dag. Mig vantar mjólk og rjóma meðal annars. Gæti svo splæst í kaffibolla á kaffihúsinu mínu og í kjafta blað. Nógan hefur maður tímann.
Ég skellti mér í tiltekt og svo í sturtu. Klæddi mig upp og málaði mig. Og þrammaði öruggum skrefum út á stoppistöð. Ég áætlaði um tuttugu mínútur í að labba út á stöð og beið þar í átján. Bílstjórinn heilsaði mér með ekta hlýju brosi. Ég borgaði 28 krónur og spurði til vonar og vara hvort það væri ekki örugglega strætó til baka klukkan 17.40
-Jú, það stemmir. Ætlar þú með til baka?
-já
-Þá bíð ég eftir þér ef þú ert sein
Hann brosti sínu blíðasta og ég fann hjartaræturnar þiðna í brjóstholinu. Ég brosti til baka og lofaði að vera tímalega. Mér hefur í rauninni alltaf fundist svolítið gaman í strætó. Sitja í hlýjunni og horfa út gegnum stóru rúðurnar. Svo ætla ég ekki að halda því fram að það sé einhvað gaman að þrengjast með ljótu illaþefjandi fólki með hina og þessa geðræna kvilla. En í þessum strætó var nákvæmlega hæfilegt magn farþega. Bílstjórinn, kona sem sat fremst og talaði við hann og ég sem sat langt fyrir aftan þau.
Þegar ég kom inn í bæinn gékk ég rösklega að annari matvöru versluninni. Ég fann það sem mig vantaði, borgaði og pakkaði vörunum í bakpokann sem ég var svo klár að hafa tekið með mér. Þar næst svippaði ég mér í næstu matvörubúð og verslaði þar það sem mér fannst hafa vantað í hinni. Svo sótti ég pakka sem var í póst útibúinu. Þarnæst tók ég á sprett í áttina að málinagvöruversluninni. Keypti 5 blöð af frekar grófum sandpappír. Að lokum skokkaði ég á bókasafnið, móð og másandi sveiflaði ég af mér þungum bakpokanum. Fálmaði eftir gemsanum til að athuga hvort góði bílstjórinn væri nokkuð farinn að bíða og mér til furðu var allt þetta sem ég var búin að gera ekki búið að taka meir en tuttugu mínútur.
Ég gluggaði í bók og aðra. Slappaði af og hlýjaði mér, en fékk ekkert lánað í þetta skiptið. Tuttugu mínútum fyrir auglýsta brottför var ég svo komin út á stöð. Þar var strætóinn minn þegar mættur svo ég gat farið beint inn. Þegar ég ætlaði að borga góða bílstjóranum sagði hann bara nei nei maður borgar ekkert til baka þegar maður fer svona skot túr. Hann brosti fallega hlýja brosinu sínu og ég brosti breitt á móti. Þakkaði fyrir og settist á sama stað og áður. Það gerði líka konana sem fór með 16,25 strætó ásamt bílstjóranum og mér.
Hver veit, kannski skelli ég með strætó í bæinn aftur í dag. Mig vantar mjólk og rjóma meðal annars. Gæti svo splæst í kaffibolla á kaffihúsinu mínu og í kjafta blað. Nógan hefur maður tímann.
Tuesday, November 9, 2010
Tíminn líður
Hver vikan á fætur annarar geysist framhjá. Ég kem ekki miklu í verk í augnablikinu, hvorki blogg né öðru. Þarf einhvað að breyta því.
Moli kom og fór svo augnabliki síðar. Með Mola líður tíminn alltaf hratt en þessi heimsókn var fáránlega fljótt yfirstaðinn. Sennilega afþví að ég er ferlega rugluð í höfðinu og held varla hálfri hugsun þessa dagana. En það lagast fljótlega. Það er ég viss um!
Paddington er með stæla, vona að vinur minn bílastússarinn geti talað hann til. Annars verð ég að kaupa mér góðann kuldagalla og byrja að hjóla. Og það er nú heldur betur holl hreyfing. Verst bara að það er einmitt að koma vetur. Og það fer í taugarnar á mér að það var nýbúið að splæsa nýjum stígvélum á Padda og hann er greinilega ekki hið minnsta þakklátur fyrir það. Bílastússarinn setti á hann nýjar felgur og vetradekk og hvað gerir bíllinn... hrækir gírkassanum, nú eða einhvað álíka. Bjána bíll, isss
Þegar Moli var hér bjó hún til handa mér kjúlla salad með núðlum og hér með óska ég eftir uppskriftinni. Man ekki helminginn sem fór í þetta ótrúlega ljúfenga salat af þeirri einföldu ástæðu.... að ég held ekki hálfri hugsun =)
Jæja þetta var allt og sumt í bili.
Moli kom og fór svo augnabliki síðar. Með Mola líður tíminn alltaf hratt en þessi heimsókn var fáránlega fljótt yfirstaðinn. Sennilega afþví að ég er ferlega rugluð í höfðinu og held varla hálfri hugsun þessa dagana. En það lagast fljótlega. Það er ég viss um!
Paddington er með stæla, vona að vinur minn bílastússarinn geti talað hann til. Annars verð ég að kaupa mér góðann kuldagalla og byrja að hjóla. Og það er nú heldur betur holl hreyfing. Verst bara að það er einmitt að koma vetur. Og það fer í taugarnar á mér að það var nýbúið að splæsa nýjum stígvélum á Padda og hann er greinilega ekki hið minnsta þakklátur fyrir það. Bílastússarinn setti á hann nýjar felgur og vetradekk og hvað gerir bíllinn... hrækir gírkassanum, nú eða einhvað álíka. Bjána bíll, isss
Þegar Moli var hér bjó hún til handa mér kjúlla salad með núðlum og hér með óska ég eftir uppskriftinni. Man ekki helminginn sem fór í þetta ótrúlega ljúfenga salat af þeirri einföldu ástæðu.... að ég held ekki hálfri hugsun =)
Jæja þetta var allt og sumt í bili.
Monday, September 27, 2010
Aldrei datt mér í hug
Að MSN og Hotmail mundu svíkja mig svona. Gamla adressan mín virkar ekki og ef þið viljið tala við mig á msn þá verðið þið að láta mig hafa ykkar adressur svo ég geti fundið ykkur. En verið bara ekkert að því. Ég get bara verið sambandslaus við umheimin. Ég er með Mola. Skelli inn einni mynd af mér eða svo... bara því ég er svo sæt AS U WELL KNOW
Saturday, September 11, 2010
Á ég ekki að skrifa frekar á kínversku?
Mér sýnist Kínafólkið vera sérstaklega ánægt með mig í commenta kerfinu. Eða sko ég veit ekkert hvort þau eru ánægð með mig per sig því ég er nú ekkert að þýða það sem þau skrifa. það gleður mig samt mest ef þetta eru einhver falleg orð svo ég er bara búin að ákveða að þetta sé einhvað fínt.
Í enda mánaðarins má ég panta mér myndavél fyrir stigin sem ég er búin að safna mér saman á Mastercard. Þá get ég tekið margar fleiri svona flottar myndir.
Verð bara rithöfundur og ljósmyndari, ætli maður verði feitur og pattaralegur á því?
En ég sé til hvað atvinnumiðlunin segir á mánudaginn, þau eru kannski með einhverjar aðrar hugmyndir.
Frumburinn er í heimsókn hjá mér, eða bara jafnvel flutt hingað. Ekki svo létt að vita. Einkasonurinn ætlar svo að kíkja til okkar í næstu viku. Super nice!
Ég er alveg á fullu að gera allt mögulegt endalaust en það er alltaf nóg eftir að gera. Eins gott, spáið í ef maður er allt í einu búinn, Hvað gerir maður þá?
Til dæmis á ég eftir að raða svona einum þriðja af viðnum inn. Mola finnst að ég ætti að vera löngu búin að því svo ég hlýt að fara að verða búin að þessu.
Svo þarf ég að skrifa CV sem ég á að taka með mér á vinnumiðlunina á mánudaginn. Moli segir að það taki bara 5 mínútur því ég sé hvort sem er búin að vinna hjá Flexpro í hundrað ár. Svo ég verð búin að því fyrir hálf átta enda klukkan 07.14
Annað sem er á listanum.
Og ef þið comentið... gerið það þá á túngum sem ég skil
Í enda mánaðarins má ég panta mér myndavél fyrir stigin sem ég er búin að safna mér saman á Mastercard. Þá get ég tekið margar fleiri svona flottar myndir.
Verð bara rithöfundur og ljósmyndari, ætli maður verði feitur og pattaralegur á því?
En ég sé til hvað atvinnumiðlunin segir á mánudaginn, þau eru kannski með einhverjar aðrar hugmyndir.
Frumburinn er í heimsókn hjá mér, eða bara jafnvel flutt hingað. Ekki svo létt að vita. Einkasonurinn ætlar svo að kíkja til okkar í næstu viku. Super nice!
Ég er alveg á fullu að gera allt mögulegt endalaust en það er alltaf nóg eftir að gera. Eins gott, spáið í ef maður er allt í einu búinn, Hvað gerir maður þá?
Til dæmis á ég eftir að raða svona einum þriðja af viðnum inn. Mola finnst að ég ætti að vera löngu búin að því svo ég hlýt að fara að verða búin að þessu.
Svo þarf ég að skrifa CV sem ég á að taka með mér á vinnumiðlunina á mánudaginn. Moli segir að það taki bara 5 mínútur því ég sé hvort sem er búin að vinna hjá Flexpro í hundrað ár. Svo ég verð búin að því fyrir hálf átta enda klukkan 07.14
Annað sem er á listanum.
- Laga til í bílskúrnum
- Laga til í geymslu eitt og tvö
- Slá grasið (vonandi í síðasta skipti í ár)
- Gera garðinn haust fínann
- Pakka hverju einasta snifsi sem á ekki að vera hér og setja í ný til lagaða geymslu (eitt eða tvö)
- Stytta gardínur og setja upp (td. fyrir gluggann)
- Laga skeiðar og gallabuxur fyrir Emmu
- Fara enn og aftur út á hauga og með gömlu slátturvélina meðal annars
- Hringja í fólkið sem keypti hótelið í Möre og spurja hvort þau geti ekki gert mér til geðs að leifa mér að vinna þar
- Hringja í pólverjann minn og ath hvort honum finnist ekki betra að ég hafi einhverja pappíra í höndunum ef ég á að bókfæra fyrir hann (Ég hef ágætis hugmyndaflug en þetta gæti þá farið hvernig sem er með hans fyrirtæki)
- Pússa upp og mála gamla spegilinn sem ég ætla að hafa uppi á vegg
- Fara á flóamarkaðinn og sjá hvort þar sé til bókahilla og 4 stólar sem ég vil
- Fara í endurvinnsluna
- Straua (geri nú mitt besta til að gleyma því alveg)
Og ef þið comentið... gerið það þá á túngum sem ég skil
Saturday, July 31, 2010
Veikindi og útihátíð.
Á föstudaginn var lagði ég af stað í vinnuna. Var mjög þreytt og slitin einhvað og þótti mér það frekar skrýtið þar sem ég er í áfengisbindindi, sef frekar mikið, ét Gericomplex og önnur vítamín og er duglegri að borða. Satt best að segja var ég hálf fúl yfir því hvað ég var einhvað tussuleg.
Ég hélt þó áfram, beit á jaxlinn og sagði sjálfri mér að hætta þessari helvítis leti. Nóg að gera í vinnunni og ég ekki með tíma í svona leti köst. Þegar ég kom til Virsirum ákvað ég að koma við í búðinni og kaupa litla mjólk svo ég gæti þá fengið mér kaffi með mjólk með morgunmatnum og þannig orðið einhvað hressari. Það vildi þó ekki betur en að ég varð að setjast á tóma hillu í búðinni og hvíla mig og fannst mér þetta þá alveg komið gott. Tók ákvörðun um að halda aftur heim á leið. Og skreið að bílnum. Heimferðin var hörmung. Ég gat ekki keyrt nema svona 15 mínútur í einu. Svo var ég að leggja úti í kanti og hreinlega sofa í hálftíma eða meira.
Ég sendi skilaboð heim um að ég væri á leiðinni en að þetta tæki sinn tíma. Áttum okkur á að heim til mín úr vinnunni eru um 150 km og ef maður er að keyra þetta í korters skömmtum þá tekur þetta um 3 daga. Eftir mikið volk komst ég þó heim og fór helgin frekar svona fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Einhvernveigin tókst mér að komast í vinnuna á mánudaginn en þar sem ég var svakalega slöpp enn hringdi ég loks í lækni (hvítklædda fólkið þið vitið) á þriðjudaginn. Skemmst er frá að segja að ég var með bullandi þvagrásasýkingu og sýkingu í nýrunum og ég veit ekki hvað og hvað. Mér voru gefin lyf og mér sagt að tuskast heim í bæli og liggja bara þar.
Ég gerði það ekki neitt. Ég fór á útihátið í staðin. En ég ét lyfin er hress og tek öllu mjög rólega. Einkasonurinn er í heimsókn og hjálpar okkur með hundana þegar við þvælumst á útihátíðina. Alltaf mjög gaman að hafa hann.
Ég hélt þó áfram, beit á jaxlinn og sagði sjálfri mér að hætta þessari helvítis leti. Nóg að gera í vinnunni og ég ekki með tíma í svona leti köst. Þegar ég kom til Virsirum ákvað ég að koma við í búðinni og kaupa litla mjólk svo ég gæti þá fengið mér kaffi með mjólk með morgunmatnum og þannig orðið einhvað hressari. Það vildi þó ekki betur en að ég varð að setjast á tóma hillu í búðinni og hvíla mig og fannst mér þetta þá alveg komið gott. Tók ákvörðun um að halda aftur heim á leið. Og skreið að bílnum. Heimferðin var hörmung. Ég gat ekki keyrt nema svona 15 mínútur í einu. Svo var ég að leggja úti í kanti og hreinlega sofa í hálftíma eða meira.
Ég sendi skilaboð heim um að ég væri á leiðinni en að þetta tæki sinn tíma. Áttum okkur á að heim til mín úr vinnunni eru um 150 km og ef maður er að keyra þetta í korters skömmtum þá tekur þetta um 3 daga. Eftir mikið volk komst ég þó heim og fór helgin frekar svona fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Einhvernveigin tókst mér að komast í vinnuna á mánudaginn en þar sem ég var svakalega slöpp enn hringdi ég loks í lækni (hvítklædda fólkið þið vitið) á þriðjudaginn. Skemmst er frá að segja að ég var með bullandi þvagrásasýkingu og sýkingu í nýrunum og ég veit ekki hvað og hvað. Mér voru gefin lyf og mér sagt að tuskast heim í bæli og liggja bara þar.
Ég gerði það ekki neitt. Ég fór á útihátið í staðin. En ég ét lyfin er hress og tek öllu mjög rólega. Einkasonurinn er í heimsókn og hjálpar okkur með hundana þegar við þvælumst á útihátíðina. Alltaf mjög gaman að hafa hann.
Subscribe to:
Posts (Atom)