og áfram skröltir hann þó.
Eftir klippingu og öfgafullar strípur á föstudaginn lagði ég af stað til Landskrona í gæsa veislu hjá mömmu og pabba. Alvöru gæsa veislu sem gengur út á að borða einmitt gæs með tilheyrandi meðlæti.
Við héldum fyrst til Växjö. Tveir hundar, einkasonurinn, frumburinn og ljós lífsins. Þar keyptum við vetra frakka á einkasoninn sem er alveg afskaplega myndalegur og töff í honum. Það var étið í bílnum, mat keyptan hjá Mc Donalds. Engum tíma eytt í að fara inn að éta því við vorum að flýta okkur.
Þegar við vorum svo komin 50km framhjá Växjö og áttum eftir um 25km að næsta bæ byrjar tónninn í bílnum að breytast allt verulega. Ég hægði á mér og hætti við að taka fram úr vörubílnum sem var á undan mér og segji við unga fólkið. "Það getur nú ekki verið að það eigi að heyrast svona hátt í dekkjunum, þó maður sé komin á ný naggla dekk" Þar á eftir heyrðist enn verra hljóð og einhvað mikið var að svo ég hægði hægt og rólega á mér og fór út í kant. Steig út úr bílnum og skoðaði dekkin og viti menn. Vinstra framdekkið var upp í brettinu og sat ekki fast með neinu. Engar rær ekkert. Ég veit ekki mikið um bíla en var frekar viss um að öll 4 dekkin eigi að sitja föst á bílnum og þá helst með stæðilegum róm.
Ég hringdi í manninn minn og hræddi líftúruna úr honum. Hann gat ekki mikið annað gert en nötra af skelfingu enda rétt ókomin til Gautaborgar í bíl með öðru fólki á leið að vinna á heimilissýningu. Þar sem hann gat náttúrlega ekki hjálpað mér þá hringdi ég í pabba og náuði með því að hræða móðir mína og hann almennilega. Ég fékk þá ráðið að hringja í veg hjálpina og sagðist svo muna láta vita af mér seinna.
Ég er þá sem sé stödd í miðju engu með 3 krakka og 2 hunda 25km frá öllu og er að spá í hvort ég eigi að fara að grenja. Eftir litla umhugsun ákvað ég að gera það ekki og skipti yfir í auto pilot mod. Þegar ég er að fara að hringja sé ég útundan mér að bíll stoppar fyrir framan mig og ungur maður kemur út úr bílnum. Þar var engill að nafni Daniel á ferð. Daniel spurði hvort við værum svo heppin að ég væri með tjakk í bílnum. Svona veit ég ekki en minnti að ég hefði séð einhvað tæki undir auka dekkinu einhvertíman og ég sótti það tæki og sagði aumingjalega "ég er með svona en ég veit ekki hvað þetta er"
Daniel var ánægður með tækið og tjakkaði bílinn upp, skoðaði og setti dekkið þar sem það á að vera, tók eina ró/skrúfu úr hverju af hinum dekkjunum og festi dekkið. Svo sagði hann mér að keyra á undan honum rólega og að við mundum svo tékka á þessu aftur eftir 20km eða svo. Ég byrjaði að keyra öfur hægt og heyrði skruðninga mikla og eitt klonk. Klonkið var bremsu einhvað sem datt af.
Þetta þýddi að ég var ekki með bremsur nema handbremsu og nú var ekki um annað að ræða en að reyna að komast þessa 25km að næsta bæ og finna verkstæði og hugsanlega bílaleigu bíl. Engillinn Daniel keyrði á eftir mér í 50km hraða alla leið að verkstæðinu í Älmhult sem var náttúrlega lokað þar sem klukkan var að verða hálf sjö. Engillinn sá samt einhvern þar inni og bankaði og talaði þar við annann engil sem heitir Per Åke og var þarna staddur að hjálpa vini sínum með hans bíl.
Bílaleigan var líka lokuð en þar sem hann kenndi í brjóst um mig hringdi hann í manninn sem sér um þetta og reddaði þessu einhvern veginn með því að fara sjálfur að ná í bíl fyrir mig. Daniel minn yfirgaf mig ekki fyrr en Per var búin að lofa að ég fengi bíl og að það yrði allt í lagi með okkur. Ég vissi ekki að það væri til svona fólk! Og svo er ég svo mikið fífl að ég veit ekki neitt meira um Daniel en þetta og get ekki haft samband við hann og þakkað honum betur fyrir að hjálpa mér svona mikið. En ég fer með konfekt kassa til Per þegar ég sækji lagaða bílinn minn í vikunni.
Restina af helginni var ég svo að dillast á 300 þúsund króna splunku nýum bíl og ekki minst unglingarnir voru hamingjusöm yfir því. Restin af helgini var salla fín, gæsin góð og heim ferðin róleg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Guð álmáttugur Birna mín... hahaha get ekki hætt að hlægja af þessu..guð..! og vorkenni þér líka í leiðini .. ég bara veit ekki hvað ég myndi gera ef þetta myndi gerast fyrir mig =/
En þú náðir þér í 2 engla sem hjálpuðu þér og ég er voða fegin fyrir það! :D
voðalega er ég eitthvað kvikindisleg...hahahaha
já þetta er alveg fyndið núna eftir á, en ekki gaman meðan á þessu stóð og ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma unglingunum og hundunum heim eða einhvert í hús.....
Post a Comment