Thursday, December 4, 2008

Ef þetta er hægt, þó er þetta snilld

"Best væri þó að stofna nokkur hlutafélög. Setjum t.d einhverjjar verðlitlar eignir sem hlutafé í eitt félag. T.d bílskrjóðinn okkar. Þetta hlutafélag væri með eigin kt og nafn t.d Tryggvi mun ekki borga helvítis skíthælar.ehf.

Setjum síðan ALLAR SKULDIRNAR okkar á þetta hlutafélag og hættum að borga. Látum skuldirnar falla á þetta félag og látum félagið verða gjaldþrota. Skuldirnar eru samt áfram til í kerfinu en eingöngu á kt. Tryggi mun ekki borga helvítis skíthælar.ehf. Ef fyrirtækið myndi byrja aftur starfsemi þá mun allt falla á það. Sem mun ekki gerast.
Við einstaklingarnir sem áttum skuldirnar erum laus við þær."

Fann þetta í commenti á bloggi sem ég les daglega og ef þetta er hægt þá er þetta algjör snilld. Get ekki tjáð mig um hvort þetta virki eða hvernig en held að það sé vel þess virði að skoða málið aðeins!

2 comments:

Anna Stína said...

Held að þetta sé því miður ekki að virka, maður getur ekki sett mikið af skuldum á bílskrjóð. Verður að vera eitthvað af alvöru eignum til að veðsetja ;(

Birna said...

já en, ef maður er búin að stofna fyrirtækið þá skrifar maður yfir skulduðu eignirnar á fyrirtækið og þá á fyrirtækið skuldirnar og ekki þú eða? En ég held reyndar ekki heldur að þetta sé hægt. Hugsa að fyrirtækið verði að hafa átt og borgað af þessu í langan tíma svo að eignirnar ekki falli til baka til og að allt klabbið sé bara gert ógylt