Tuesday, December 16, 2008

Jólakötturinn


Ég er í því að strika yfir hluti á jólagústa listanum.

Búin að kaupa jólatré
Búin að baka loftkökur með einkasyninum
Búin að kaupa jólaföt á þann sama
á morgun geri ég sænsku jóla kálbögglana, þurrka af inni í stofu og pakka inn öllum jólagjöfum sem er búið að kaupa.
Og þá er nú ekki mikið eftir að gera áður en ég get hallað undir flatt og haldið jól.

Frumburinn og ljós lífsins fundu sér engin jóla föt en þau lenda ekki í jólakettinum fyrir því. Annað hvort tekst mér að fara aftur með þau og finna á þau einhver dúkkulísu föt eða... já þið munið vonandi eftir jóla nærfötunum. Ef í harðbakka slær redda nærfötin þeim úr klóm kattarins. Og svo hélduð þið að ég væri rugluð að hamast við að kaupa nærföt alltaf á alla fyrri jólin .

HAH djóks on jú !!

No comments: