Monday, December 22, 2008

Kisa kom mér á lappir í morgun.


Mjálmaði og vildi fara út klukkan 7.10 sem sé klukku tíma seinna en ég þurfti að vakna. Takk kisa mín, ég rétt hafði það af að koma mér í vinnuna á réttum tíma.

Eiginmaðurinn elskulegur gerði einhvað með bakið á sér í gær sem hann hefði betur sleppt og getur varala hreyft sig. Á erfitt með að liggja og þar með sofa, vona að hann skáni fljótlega.

Ég tók alla unglingana mína með mér til Kalmar í gær og náði að finna jóla föt á bæði frumburann og ljós lífsins. Svo nú verða allir gasalega smart bara á jólunum.

Eftir vinnu í dag er ég í fríi til næsta mánudags, þarf sennilega að skreppa aðeins í bæinn á morgun og það ætti að vera sæmilega brjálað fólk þar því nú eru flestir að fá útborgað í dag og á morgun. Sem betur fer þarf ég lítið að versla. Eina jólagjöf eða svo.

Ég býst við að það verði brjálað að gera svo í vinnunni eftir áramót. Eins gott að Moli er að fara að vinna utan heimilis og mun ekki hafa tíma til að hanga með mér á msn á daginn.

No comments: