Monday, December 1, 2008

Uss hvað þetta er búin að vera mikil leti helgi.

Ég hef sama og ekkert gert. Setti ljósaskrautið í gluggana, ryksugaði og þvoði nokkrar vélar. Var búin að ákveða að ég ætlaði að vera þvílíkt dugleg og taka allt í gegn en gerði svo bara ekki neitt.

Skítsama, verð bara að vinna í þessu alla vikuna. Fer fljótlega að vinna í matseðlinum og koma rútínunni á aftur. Frumburin og ljós lífsins eru að fara að koma til okkar, og það er eins gott að vera bara búin að koma sér í stellingar fyrir það.

Búin að kaupa fyrstu jólagjafirnar og þetta smá potast. Náttúrlega ekki hratt víst ég er að drepast úr lete um helgar og kem engu í verk.

Það er gott að vera latur.

No comments: