Friday, December 12, 2008
Jóla snjór
Það klingir niður þessum indæla snjókarla snjó. Hita stigið um 0 og öll tré dúðuð með snjó. Mjög fallegt og jólalegt, vona að það fari ekki að rigna. Það er ekkert jóló við rigningu!
Bæjar för á miðvikudaginn mislukkaðist með öllu. Sonur minn svaf yfir sig og ég vissi ekki einu sinni að hann var heima. Kom svo úr matarbúðinni rétt uppúr tíu og mætti honum í ganginum. Næsti strætó í bæinn þar sem skólinn er fór ekki fyrr en eftir 12 svo það var ekki um annað að ræða en skutla honum. Og þar með var allt planið mitt komið úr skorðum. Ég sagði liðinu að ég færi ekki í bæinn úr þessu og að við mundum bara fara um helgina í staðin.
Sagt og gert, ég skutlaði drengnum í skólann. Fór og keypti hunda fóður, vaskafat og fötu fyrir eldhús rusl. Verslaði einhvað meira og fór heim að taka til. Tók eldhúsið í gegn og þurrkaði af öllu í ganginum og er þá að verða búin með jóla hreingerninguna. Reyni að taka klósettið í gegn í kvöld og kannski þurrka af inni í kisu herbergi sem er stærsta herbergi hússins. Læt svo Frumburann taka efrihæðina og Einkasoninn taka kjallarann.
Flug gengur allt og ekkert stress í gangi.
Las innsent bréf í blaði um daginn með fyrirsögninni "Hjálp, konan mín gerir mig geðveikann um jólinn" Konan alveg stjörf af stressi, frá miðjum nóvember. Þvær allt og skrúbbar, með augun útstandandi og svita dropa á enni. Öskrandi á karlinn og börnin alveg fram að jólum. Afhverju ætli fólk geri þetta. Hvað er málið með þessi jól??? Meira ruglið!!!
Á morgun fæ ég svo stressið frá öllum í búðunum beint í æð, en sjálf ætla ég bara að njóta þess að vera til og eiga góðan dag með unglingunum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment