Sunday, December 28, 2008
Jamm þá er jólaballið búið og áramót að koma
Búin að vera afskaplega róleg og góð jól bara hingað til. Á aðfangadag fór ég á fætur um átta og sauð grjónagraut, skar upp skinku, brauð og reyktar pylsur. Bar á borð í rólegheitum og á náttfötunum. Vakti svo liðið og við fengum okkur jólamorgunverð við kertaljós og í kósí heitum.
Einkasonurinn fékk tölvuskerm í jólagjöf og þar sem hann var þungur og stór þó hann væri flatur þá fékk hann að opna hann strax um morguninn. Svo veit ég að frumburinn og ljós lífsins eru ekki það stór í sálinni þó þau séu hálf fullorðinn, þá var ég búin að undirbúa morgun jólapakka handa þeim líka. Svo er ég barnaleg þó ég sé fullorðinn svo jólasveinninn keypti handa mér 2 bækur sem ég fékk um morguninn og eiginmaðurinn elskulegur gat ekki dúsað einn pakka laus um morguninn svo hann fékk líka lítinn pakka. Ósköp indælt allt, borða saman í borðstofunni með kertaljós, jólatréð í ljóma í stofunni hjá okkur og allt einhvað svo rólegt og jólalegt.
Svo var deginum tekið með ró. Fór í labbitúr með hundana, lagði mig, borðaði mandarínur og nammi og naut lífsins. Um tvö fóru allir í spariföt og haldið var í jólaboð. Þar spjölluðum við og drukkum glögg. Var boðið uppá sænskt jólahlaðborð, opnuðum jólapakka, spiluðum spil og ýmislegt annað skemmtilegt. Vorum komin heim um tólf þreytt en sæl.
Jóladagur er enginn stór dagur hjá okkur, bara leti, lestur, borðaðir afgangar, farið í labbitúra og einhvað álíka. Annar í jólum enn ómerkilegri og hér í okkar húsi er orðin hefð að fara bara og sækja pizzu í kvöldmatinn. Mér finnst þetta æðislegt. Engin boð, engar steikur og ekkert vesen.
Helgin fór í að hvíla sig enn meira, horfa á sjónvarp, fara í langa labbitúra og í gær fór ég með unglinga stóðið á risa flugeldasýningu til að horfa á og versla flugelda. Akkúrat núna er sunnudags steikin að verða tilbúin og ég vona bara að öllum finnist hún góð svo.
Á morgun er ég svo að vinna og kannski á þriðjudaginn líka, fer eftir hvað ég næ að gera mikið á morgun. Svo er síðasti dagur 2008 bara kominn.
Þar með vil ég bara segja gleðilegt nýtt ár öllsömul!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þetta hljómar allt alveg sérstaklega indælt og kósí.
Gleðilega hátið til þín og þinna ;o)
Jóna Á. Gísladóttir
Post a Comment