Friday, February 27, 2009

Prinsessan í höllinni

Það var einu sinni prinsessa sem hét Viktoría. Hún átti heima í höll með pappa sínum kónginum, mömmu sinni drottningunni og litlu systir prinsessu og litla bróðir prinsi.

Þegar prinsessann var orðin stór fór hún í æfingatíma í svakalega dýru flottu æfingahúsi og sá þar ungan sætann svínahirði og varð rosalega ástfanginn. Kónginum fannst þessi strákur aðeins og venjulegur strákur og vildi ekki gefa honum hálft konungsríkið svo hann bannaði honum að vera að koma mikið í heimsókn og svona.

Prinsessan var ekki að gleyma svínahirðinnum og vildi bjóða honum í jólaboð hjá kónginum og drottningunni en það var bannað og skrifað um það í blöðunum. Allir í ríkinu urðu voða sorry yfir þessu en kóngurinn lét það ekki á sig fá.

Töluvert löngu síðar kom gömul norn labbandi inn í höllina, benti löngum bognum fingri að kóngsa og lét á hann álög. Seinna sama dag fór prinsessan með svínahirðinn í viðtal í sjónvarpinu og sagði öllum í ríkinu að hún og svínahirðirinn ætluðu að gifta sig og að þá yrði hann prins og svo seinna yrði hún drottning en hann yrði samt ekki kóngur heldur alltaf prins.

Fagnaðarlætin voru öfgafull og haldið var ball í þrjá daga með kræsingum, víni, og hlátrasköllum. Dansinn dunaði í dagana þrjá og allir voru hamingjusamir restina af lífinu.

THE END
(sumum starfsheitum og staðreyndum hefur verið breytt til að vernda þá saklausu)

Í alvöru að tala kóngar og drottingar, prinsessur og prinsar eiga heima í ævintýrum og hvergi annarstaðar. Þetta er held ég eitt af því fáránlegasta sem ég veit. Ég hef ekkert á móti Viktoriu sem slíkri, virðist ágætasta stelpa og allt það... en prinsessa, í alvöru að tala... Í ALVÖRU???

Monday, February 23, 2009

Into the wild

Sá þessa í gær, góð mynd! Sönn saga um ungann mann sem er að leita að hamingju. Hamingju sem fylgir því að vera frjáls og óháður peningum og öllu því sem fylgir þeim. Ég vil ekki segja of mikið ef ske kynni að einhvað af ykkur sem les þetta ætla að sjá myndina. En ég mæli með henni. Og mikið skil ég þennann dreng vel. Enda alltaf verið svakalegur hippi lengst inn við beinið.

Saturday, February 21, 2009

Brimkló

Í alvöru að tala.... Brimkló er snilld!!!
Í mínu rökkurhjarta...
í minni djúpu sál...

Mannelska Mæja
Merkilegt stelpu skinn
jafningja fáa átti sér auminginn
Svolítið sein og sljó
samt var besta grey
en mannelska maja átti í mesta basli með að segja nei..

Fyrir nokkru fór ég eina sjóferð
því ég vildi reyna ærlegt puð
Gvend á Eyrinni og róta rauna mædda

kokkurinn hét Stína stuð

Við höfðum ekkert rafmagnið
með 16 týrum lýstum við
En aldrei vissi ég hvað skipið hét

Ég hef aldei vitað aðra eins sjóferð......


Ég man ennþá þegar ég keypti fyrsta gítargarminn minn
þá fór ég með hann út í bílskúr og ég æfði mig um sinn
allir heima þurftu að hlusta 100 sinnum á mín lög
En þá sagði ég að seinna meir ég yrði frægur mjög

Ég sá hana á skólaballinu í gær
og allt í einu var sem minninginn skær
lýsti upp í huga mínum

Brimkló snilld!!!

Monday, February 16, 2009

Pirate bay og Khmers Rouges

Höfuðpaurar bæði Pirate bay og rauðu Knerana fara fyrir dómstóla í dag. Nú eru vissulega höfuðpaurar Rauðu Knerana löngu dauðir. Pol Pot drapst úr elli og lélegu hjarta 1998 nú eða þá að einhvað af Knera vinum hans drap hann. Þeir eiga þetta til. Til dæmis lét Pol Pot drepa Son Sen og alla fjölskylduna hans og þá varð Ta Mok (bróðir númer 4) súr og lét setja Pot í stofufangelsi. Og kannski var hann bara enn svo súr að hann stútaði Pot hver veit.

En sem sé árin 1975-1979 voru þessir stráklingar að gera góða hluti fyrir kommunisman með því að svelta í hel, þrælka í hle og pota í hel með banbú pinnum sina þegna í Kambotíu með góðum stuðning frá Kína og fleirum, ekki minnst USA sem hjálpaði þeim með vopn og núna fá þeir á baukinn fyrir þetta allt saman. Já einhvað af þeim sem enn eru á lífi vill segja.

Pirate bay hóf starfsemi 2003 og er einn vinsælasti staðurinn á netinu til að stela sér hinu og þessu. Eða réttara sagt kannski gefa með sér á netinu. Og nú á að reyna að gefa þeim ærlega á baukinn fyrir það.

Til skemmtunar get ég sagt að á leiðini í vinnuna í morgun heyrði ég margt og mikið um réttarhöldin sem byrja gegn Pirate bay í dag. Fór alveg gott korter af fréttunum í að gera því góð skil. Það var aftur ekki minnst neitt á Khmers Rouges enda er það eldgamalt mál og hefði kannski átt að lögsækja þá menn fyrir einhvað um þrjátíu árum. Nei ég veit það ekki, kannski er mun mikilvægara að lögsækja unga menn sem stofnuðu fyrirtæki á netinu, margir hafa örugglega farið illa útúr því máli, hlaðið niður leiðinlegu efni og svona ýmislegt.

Friday, February 13, 2009

Skyr...


Afhverju eru flutt út skyr á fullu til Bandaríkjanna og ekki til mín? Er skrýtið að manni sárni, ég bara spyr!

Viðhorf sem breytast.

Á til með að segja ykkur að Sirocco the mighty skaust uppá loft til frumburans í gær. Hún var niðri að pína mig til að lána sér Ipod:inn minn á meðan. Stuttu síðar var hún farin upp og hann kominn niður. Þá heyri ég skerandi öskur að ofan "mamma mamma, hund andskotinn stal súkkulaði" Sirocco var ekkert nema sakleysið að venju. Og ég hugsaði, ég tryllist. Ef hundurinn ekki drepst í þetta skiptið þá hreinlega drep ég hann því hann er að reyna að fremja sjálfsmorð helvískur.

Stutta útgáfan, honum varð ekki meint af (of lítið og ljóst súkkulaði, greinilega) ég ég er hætt við að drepa hann. Enda mun hann sennilega redda því sjálfur fljótlega. MURRRR

Oft þegar viðskiptavinir hringja hingað og heyra nafnið mitt spurja þau útí hvaðan þetta nafn sé. Ég segi þeim satt að þetta sé Íslenskt nafn. Þá fór fólk oft að tala um Ísland og hvað þeim langaði þangað. Eða um náttúruna, jöklana, landslagið og ýmislegt svoleiðis. Einn tölvu gúrú sem kom hingað og hjálpaði til með tölvurna bað mig setja fyrir sig á blað hvað ég héldi að væri gaman fyrir hann og konuna hans að skoða því þau voru að fara þangað. Voru að láta gamlan draum rætast. Hann sendi mér svo kort þaðan og þakkaði mér fyrir rosalega góð ráð. Þau skemmtu sér svakalega vel og voru mjög ánægð.

Í gær hringdi viðskiptavinur og nafnið mitt kom á tal. Ég sagði eins og venjulega að þetta væri Íslenskt naf. Það kom smá þögn... svo sagði hann "já rosalega ert þú heppin að vera ekki þar núna" Já jú, muldraði ég og hugsaði það er af sem áður var þegar alla dreymdi um að fara til Íslands.

Ekki það, ég er ekkert fegin að vera þar ekki núna eeeen ég er fegin að ég bý ekki á landinu fagra!

Wednesday, February 11, 2009

NORMALBRAUÐ

Á einhver uppskrift af normalbrauði, nei ég spyr!!! Búin að þvælast um á bloggum og uppskrifta vefum vikum saman og þó margir skrifi um fyrirbærið Normalbrauð þá virðist ekki vera til uppskrift af þessu neinstaðar nema hjá Mylluni og þeir eru ekki að gefa hana upp.

Gefið mér Normalbrauð að bíta í, eða alla vega uppskrift! Please!!

Tuesday, February 10, 2009

Stundum er blogg hringurinn óþolandi leiðinlegur...

mætti halda að fólk hafi einhvað betra fyrir stafni en blogga og skemmta mér!!

Allt í lagi samt, það er álíka óþolandi mikið að gera í vinnunni svo ég vinn þá bara...

Og svo er ég óstjórnlega ánægð með að vera með tannlæknalausan miðvikudag á morgun. Óstjórnlega ánægð Æmtellingjú

Monday, February 9, 2009

Ég get svo svarið það...

það er alltaf mánudagur!!! Er ekki að koma sumarfrí? Jólafrí? páskafrí? Anything??

Mig langar til Íslands um páskana!! Hrafnhildur er búin að skipa mér að safna pening og koma. Enda er langt síðan ég skrapp á heimaslóðirnar. Ég spái í þetta..

Sunday, February 8, 2009

Nauðgun

Ég birti þetta á blogginu einu sinni fyrir löngu síðan. Lét það vera þar í 2 daga. Posta þetta aftur núna og læt þetta vera á blogginu núna... þetta á að vera þarna og sofðu gott Viggó viðbjóður

Það versta sem hefur komið fyrir mig var þegar mér var nauðgað. Ég var tíu ára og í sveitinni. Hann var 16 ára og yngsti sonurinn á heimilinu. Honum og mömmu hans fannst hann vera eitt af því flottasta undir sólinni. Mér fannst hann vera feitur, rauðhærður, freknóttur, ljótur og tuddalegur. Hann var alltaf snöggur að að þrykkja okkur sumar börnunum niður í leikjum. Hann gerði í því að pína okkur.

Ef maður sagði einhvað við mömmu hans, þá var manni bara sagt að hann væri að leika við okkur og að maður yrði nú að fatta hvað væri leikur.

Mér fannst leikurinn þegar hann band hendurnar á mér og nauðgaði mér leiðinlegur. Ekki bara leiðinlegur, ég held að þessi litli leikur hans hafi breytt mér og öllu mínu lífi.

Mér fannst þetta vera mér að kenna, ég hefði ekki átt að vera þarna. Ég hefði ekki átt að...... ég veit það ekki..... ég hefði ekki átt að einhvað.

Ég var 10 ára gömul í sveitinni og mér var nauðgað og ég þorði ekki að segja neitt við neinn. Ekki einu sinni við mömmu mína. Ég hugsaði bara með mér að ég færi bráðum heim.

Þetta skeði fyrir tuttugu og einhvað árum. Ég fanna símanúmerið hjá honum fyrir nokkrum árum og spurði hann út í þetta. Þá kom í ljós að hann hélt að ég hafi viljað þetta. Ég hafði þá semsé átt að vilja að hann, 30 kílóum þyngri en ég mundi binda handleggina á mér fyrir aftan bak, þvinga mig niður í skítugt bæli í eyðibýli á þeirra lóð og vera nauðgað.

Nei ég vildi þetta ekki, þetta breytti mér. Ég er önnur manneskja í dag en ég hefði verið útaf því sem þú gerðir. Ég vona að þú rotnir í helvíti eða bara heima hjá þér á Egilsstöðum Viggó. Sömuleiðis geri ég ráð fyrir að mamma þín, helvítis rottan rotni einhverstaðar.....

Morð


um hábjartan dag. Mér finnst kjöt viðbjóður og mér finnst viðbjóður að eiga við dauð dýr sem fólk ætlar að éta. Eiginmaðurinn elskulegur segir að hann sé til í að verða grænmetisæta þegar unglingastóðið flytur að heiman. Lof sé drottni!! Eða einhverjum.

Ég er í kasti því ég þarf að steikja kjúkling á eftir.... oj oj oj oj oj oj oj

Bjó til sjúklega góðan hnetuhleif með parmasan og philadelfia osti í gær og í dag fæ ég sojakjöts buff með salladi, sósu og tortilla brauði

Friday, February 6, 2009

Er Bolludagur?

Ég fékk Eimskips dagatal að gjöf og var að skoða Tröllafoss sem er mynd febrúar, bæði skipið Tröllafoss sem hóf Evrópu siglingar 1960 en var selt 1964 og forsinn sjálfan sem er heldur myndalegur. Þar stendur að Bolludagur sé 23. febrúar. Mér kemur það ekki við. Í kvöld verður boðið uppá bollur með sultu, rjóma og glassúr með kvöldkaffinu. Þannig að já, það er bolludagur í dag. Allavega hjá mér.

Ég bakaði svakalega góðar brauðbollur í gær í fýlukasti yfir því að í búðinni hérna kosta 5 rúnstykki 25 krónur og það er tilboð. Ekki heldur eru þetta neitt sérlega spennandi eða sérstök rúnstykki, heldur bara svona venjuleg hveiti stykki með smá heilhveiti í.

Ég fór heim og bræddi 50 g af smjör, bætti 5 dl af mjólk úti og hitaði að 37 gráðum. Hellti þessu yfir ger (1 klump í pakka, sennilega 25 g) í Kenwood skál. Bætti í 1 msk af sykri og 1 tsk af salti (reyndar aðeins meira því mér finnst það gott) ásamt 2 góðum skeiðum af matreiðslu jógúrti og lét Ken byrja að hræra. Þar næst bætti ég í 1 dl af Fiberex og 3 dl af spelti ásamt ca 13 dl af hveiti og sagði Ken að vinna þetta almennilega saman. Svo skellti ég viskustykki yfir skálina þegar hann var búinn og lét þetta hefa sig í hálftíma. Á meðan skokkaði ég í þvottahúsið og lék mér með Ellu (ElektroHeilius þvottavélina mína)

Svo skellti ég deiginu á borðið hnoðaði það lítilega saman og skipti því í tvennt. Bjó til lengjur og skippti hverri lengju í 10 búta sem ég hnoðaði saman í sæmilega falleg rúndstykki, setti þau á bökunarplötu, skar lítinn kross í hvert stykki og lét þetta hefa sig í hálftíma í viðbót. Svo inn í ofn 225 gráðu heitann. Bakaði í ca 9 mínútur og vollá komin með 20 nýbökuð og ylmandi rúnstykki.

Hrávörukostnaður ca 8 krónur. Rafmagn sennilega um 5 krónur og ég tók ekki út laun...

25 krónur fyrir 5 lásí rúnstykki er hallærislegt

Thursday, February 5, 2009

Tveir farnir tveir eftir.

Skellti mér til tannlæknis í gær. Það stóð til að draga úr mér tvo endajaxla og ég var ekki neitt sérlega spennt fyrir því. Vissi að uppúr því færi ég á fljótandi fæði í viku eða meira og fékk mér staðsaman morgunverð. Falafel með brauði, hráum lauk og helling af rótsterku hvítlauks jógúrt.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég hitti tannsa var að segja honum að ég væri angandi af hvítlauk og baðst afsökunar á því. Sú staðreynd hræddi hann ekki neitt því miður og mér var sagt að setjast í stólinn. Jan deyfði mig með 2 sprautum og fór svo að gera einhvað annað og sagði mér að slappa av á meðan bara. Ég lá í stólnum í korter og fann deyfinguna breiða sig vel og rækilega út. Svo kom hann aftur rétt um það bil sem ég ætlaði að læðast út, viss um að hann væri hvort sem er búinn að gleyma mér.

Hann kippti einum jaxl út og byrjaði svo að sauma mig saman. Sagði svo að vist það þurfti að sauma þetta væri betra að bíða með hinn sem hann ætlaði að taka. Það vakti mikla kátínu hjá mér og ég var sæmilega sátt á meðaðn ég sat aftur og slappaði af, bítandi á bómulshnoðra.

Kátínan varaði ekki lengi því ég fékk fyrirmæli um að koma aftur eftir fjórtán daga og taka saumana og þá í leiðinni hinn jaxlinn. Aldrei má maður vera glaður, ég hélt að ég gæti bara laumast um með jaxlinn langt fram á sumar.

En þetta var svo sem ekki mikið mál og mér heilsast vel. Fékk mér súrmjólk í morgunmat og svo verður karteflu og púrrulauks súpa í hádegismatinn. Sennilega fæ ég mér bláberja súpu svo í kvöld.

Monday, February 2, 2009

Endurnærð bara.


Sirocco var með súkkulaði eitrun. Hefði alveg eins getað dáið þarna um nóttina en gerði það sem betur fer ekki. Ég hafði ekki hugmynd um að hann hafi komist í súkkulaði, enda var það uppi hjá unglingunum og þau fundu ekki súkkulaði kassann fyrren næsta dag þegar meiri parturinn af dramanu var yfirstaðið. Öll einkenni súkkulaði eitrunar voru til staða en þar sem ég vissi ekki um súkkulaðið þá fattaði ég ekki neitt.

Hann var órólegur og æstur.
Ofboðslega þyrstur.
Þurfti mikið að pissa.
Með öran hjartslátt og sennilega aukinn púls.
Hann titraði og skalf.
Fékk sem beturfer ekki krampa.
Og þökk sé öllum góðum vættum, hann dó ekki.

Þetta eru semsé allt einkenni súkkulaði eitrunar hjá hundi. Og allir hundar sem lifa þetta af ná sér að fullu. Aftur á móti verða hundar als ekki blindir af súkkulaði svona ef þið eruð að spá einhvað í það.

Þar sem litli kúturinn var allur að koma til og ég hvort sem er búin að fá veikinda frí vegna lítils hunds (og ekki í fyrsta skipti) (feigum verður ekki forðað né hmmm hmmm hmm drepnir og allt það) þá fórum við bara heim að kúra. Hann var gjörsamlega uppgefinn eftir nóttina og ég lá bara með hann í bólinu mínu og hélt í eina framm loppu svo hann gæti hvílt sig. (Ég lá alla vega hjá honum og góndi á sjónvarpið einhvað famm eftir degi)

Uppúr miðjum degi vorum við orðin svo hress að við bökuðum Semlur (sjá mynd) svo bökuðum við smákökur, hengdum upp úr vél og settum í aðra. Fórum í göngutúr, gerðum kvöldmat og fórum og sóttum frumburann og ljóslífsins í lestin um 22,00 settum svo rjóma og sonna á semlurnar og buðum þeim tveim og einkasyninum ásamt 4 vinum hans uppá herlegheitin og fórum stuttu seinna aftur uppí ból að kúra og horfa á sjónvarpið.

Laugardagurinn fór í slapp, tiltekt og göngutúra (já og bakstur náttúrlega, enda frystikistan að verða full) og sunnudagurinn líka og nú er ég mætt í vinnuna endurnærð og hamingjusöm með lífið.
Hipp hipp hóra fyrir mánudögum!!