Thursday, February 5, 2009

Tveir farnir tveir eftir.

Skellti mér til tannlæknis í gær. Það stóð til að draga úr mér tvo endajaxla og ég var ekki neitt sérlega spennt fyrir því. Vissi að uppúr því færi ég á fljótandi fæði í viku eða meira og fékk mér staðsaman morgunverð. Falafel með brauði, hráum lauk og helling af rótsterku hvítlauks jógúrt.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég hitti tannsa var að segja honum að ég væri angandi af hvítlauk og baðst afsökunar á því. Sú staðreynd hræddi hann ekki neitt því miður og mér var sagt að setjast í stólinn. Jan deyfði mig með 2 sprautum og fór svo að gera einhvað annað og sagði mér að slappa av á meðan bara. Ég lá í stólnum í korter og fann deyfinguna breiða sig vel og rækilega út. Svo kom hann aftur rétt um það bil sem ég ætlaði að læðast út, viss um að hann væri hvort sem er búinn að gleyma mér.

Hann kippti einum jaxl út og byrjaði svo að sauma mig saman. Sagði svo að vist það þurfti að sauma þetta væri betra að bíða með hinn sem hann ætlaði að taka. Það vakti mikla kátínu hjá mér og ég var sæmilega sátt á meðaðn ég sat aftur og slappaði af, bítandi á bómulshnoðra.

Kátínan varaði ekki lengi því ég fékk fyrirmæli um að koma aftur eftir fjórtán daga og taka saumana og þá í leiðinni hinn jaxlinn. Aldrei má maður vera glaður, ég hélt að ég gæti bara laumast um með jaxlinn langt fram á sumar.

En þetta var svo sem ekki mikið mál og mér heilsast vel. Fékk mér súrmjólk í morgunmat og svo verður karteflu og púrrulauks súpa í hádegismatinn. Sennilega fæ ég mér bláberja súpu svo í kvöld.

2 comments:

Anna Stína said...

Dugleg varstu! Fékkstu ekki verðlaun?

Birna said...

nei!!!! En mig langaði í litla flugvél sem var græn. Mér var ekki boðið að velja neitt í skúffunni enda mun ég aldrei fara þarna aftur og ég er PISSED helvítis tannaþjófur!!!!!!!!!