Monday, February 2, 2009

Endurnærð bara.


Sirocco var með súkkulaði eitrun. Hefði alveg eins getað dáið þarna um nóttina en gerði það sem betur fer ekki. Ég hafði ekki hugmynd um að hann hafi komist í súkkulaði, enda var það uppi hjá unglingunum og þau fundu ekki súkkulaði kassann fyrren næsta dag þegar meiri parturinn af dramanu var yfirstaðið. Öll einkenni súkkulaði eitrunar voru til staða en þar sem ég vissi ekki um súkkulaðið þá fattaði ég ekki neitt.

Hann var órólegur og æstur.
Ofboðslega þyrstur.
Þurfti mikið að pissa.
Með öran hjartslátt og sennilega aukinn púls.
Hann titraði og skalf.
Fékk sem beturfer ekki krampa.
Og þökk sé öllum góðum vættum, hann dó ekki.

Þetta eru semsé allt einkenni súkkulaði eitrunar hjá hundi. Og allir hundar sem lifa þetta af ná sér að fullu. Aftur á móti verða hundar als ekki blindir af súkkulaði svona ef þið eruð að spá einhvað í það.

Þar sem litli kúturinn var allur að koma til og ég hvort sem er búin að fá veikinda frí vegna lítils hunds (og ekki í fyrsta skipti) (feigum verður ekki forðað né hmmm hmmm hmm drepnir og allt það) þá fórum við bara heim að kúra. Hann var gjörsamlega uppgefinn eftir nóttina og ég lá bara með hann í bólinu mínu og hélt í eina framm loppu svo hann gæti hvílt sig. (Ég lá alla vega hjá honum og góndi á sjónvarpið einhvað famm eftir degi)

Uppúr miðjum degi vorum við orðin svo hress að við bökuðum Semlur (sjá mynd) svo bökuðum við smákökur, hengdum upp úr vél og settum í aðra. Fórum í göngutúr, gerðum kvöldmat og fórum og sóttum frumburann og ljóslífsins í lestin um 22,00 settum svo rjóma og sonna á semlurnar og buðum þeim tveim og einkasyninum ásamt 4 vinum hans uppá herlegheitin og fórum stuttu seinna aftur uppí ból að kúra og horfa á sjónvarpið.

Laugardagurinn fór í slapp, tiltekt og göngutúra (já og bakstur náttúrlega, enda frystikistan að verða full) og sunnudagurinn líka og nú er ég mætt í vinnuna endurnærð og hamingjusöm með lífið.
Hipp hipp hóra fyrir mánudögum!!

2 comments:

Anna Stína said...

já hver eru einkenni súkkulaðieitrunar hjá konum? Nú er spurt :)

Birna said...

Sko!
Konur eru ónæmar fyrir súkkulaði og fá þessvegna ekki eitrun af súkklí. Aftur geta konur fengið eitrunar einkenni af skorti á teobromin sem er einmitt sama efni og hundar eru með ofnæmi fyrir.

Lausn: Konur eiga að borða súkkulaði oft og mikið hundar aftur eiga ekki að borða súkkulaði. OG MUNDU NÚ ÞETTA!