Það var einu sinni prinsessa sem hét Viktoría. Hún átti heima í höll með pappa sínum kónginum, mömmu sinni drottningunni og litlu systir prinsessu og litla bróðir prinsi.
Þegar prinsessann var orðin stór fór hún í æfingatíma í svakalega dýru flottu æfingahúsi og sá þar ungan sætann svínahirði og varð rosalega ástfanginn. Kónginum fannst þessi strákur aðeins og venjulegur strákur og vildi ekki gefa honum hálft konungsríkið svo hann bannaði honum að vera að koma mikið í heimsókn og svona.
Prinsessan var ekki að gleyma svínahirðinnum og vildi bjóða honum í jólaboð hjá kónginum og drottningunni en það var bannað og skrifað um það í blöðunum. Allir í ríkinu urðu voða sorry yfir þessu en kóngurinn lét það ekki á sig fá.
Töluvert löngu síðar kom gömul norn labbandi inn í höllina, benti löngum bognum fingri að kóngsa og lét á hann álög. Seinna sama dag fór prinsessan með svínahirðinn í viðtal í sjónvarpinu og sagði öllum í ríkinu að hún og svínahirðirinn ætluðu að gifta sig og að þá yrði hann prins og svo seinna yrði hún drottning en hann yrði samt ekki kóngur heldur alltaf prins.
Fagnaðarlætin voru öfgafull og haldið var ball í þrjá daga með kræsingum, víni, og hlátrasköllum. Dansinn dunaði í dagana þrjá og allir voru hamingjusamir restina af lífinu.
THE END
(sumum starfsheitum og staðreyndum hefur verið breytt til að vernda þá saklausu)
Í alvöru að tala kóngar og drottingar, prinsessur og prinsar eiga heima í ævintýrum og hvergi annarstaðar. Þetta er held ég eitt af því fáránlegasta sem ég veit. Ég hef ekkert á móti Viktoriu sem slíkri, virðist ágætasta stelpa og allt það... en prinsessa, í alvöru að tala... Í ALVÖRU???
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment