Ég fékk Eimskips dagatal að gjöf og var að skoða Tröllafoss sem er mynd febrúar, bæði skipið Tröllafoss sem hóf Evrópu siglingar 1960 en var selt 1964 og forsinn sjálfan sem er heldur myndalegur. Þar stendur að Bolludagur sé 23. febrúar. Mér kemur það ekki við. Í kvöld verður boðið uppá bollur með sultu, rjóma og glassúr með kvöldkaffinu. Þannig að já, það er bolludagur í dag. Allavega hjá mér.
Ég bakaði svakalega góðar brauðbollur í gær í fýlukasti yfir því að í búðinni hérna kosta 5 rúnstykki 25 krónur og það er tilboð. Ekki heldur eru þetta neitt sérlega spennandi eða sérstök rúnstykki, heldur bara svona venjuleg hveiti stykki með smá heilhveiti í.
Ég fór heim og bræddi 50 g af smjör, bætti 5 dl af mjólk úti og hitaði að 37 gráðum. Hellti þessu yfir ger (1 klump í pakka, sennilega 25 g) í Kenwood skál. Bætti í 1 msk af sykri og 1 tsk af salti (reyndar aðeins meira því mér finnst það gott) ásamt 2 góðum skeiðum af matreiðslu jógúrti og lét Ken byrja að hræra. Þar næst bætti ég í 1 dl af Fiberex og 3 dl af spelti ásamt ca 13 dl af hveiti og sagði Ken að vinna þetta almennilega saman. Svo skellti ég viskustykki yfir skálina þegar hann var búinn og lét þetta hefa sig í hálftíma. Á meðan skokkaði ég í þvottahúsið og lék mér með Ellu (ElektroHeilius þvottavélina mína)
Svo skellti ég deiginu á borðið hnoðaði það lítilega saman og skipti því í tvennt. Bjó til lengjur og skippti hverri lengju í 10 búta sem ég hnoðaði saman í sæmilega falleg rúndstykki, setti þau á bökunarplötu, skar lítinn kross í hvert stykki og lét þetta hefa sig í hálftíma í viðbót. Svo inn í ofn 225 gráðu heitann. Bakaði í ca 9 mínútur og vollá komin með 20 nýbökuð og ylmandi rúnstykki.
Hrávörukostnaður ca 8 krónur. Rafmagn sennilega um 5 krónur og ég tók ekki út laun...
25 krónur fyrir 5 lásí rúnstykki er hallærislegt
Trump mun tapa þó hann sigri
1 week ago
No comments:
Post a Comment