Sit á gólfinu með laptoppinn og skrifa fyrsta bloggið í íbúðinni minni. Ég fíla mig í ræmur þó ég sitji á gólfinu með nákvæmlega ekkert af húsgögnum. Ég er náttúrlega með cd spilarann minn og hundana. Er að hlusta á Júlla Timburlæk sem kom með fyrsta póstinum sem ég fékk hingað. Mér finnst lífið leika og hlakka svo til að restin af lífinu byrji.
Tók með hundana hingað í gær og þeir eru með í dag líka. Liggja hérna sitt hvoru megin við mig á gólfinu. Timmy örlítið tens eins og honum er lagið. Sirocco bara rólegur og ekkert mál. Þegar ég kom hingað í dag, lét ég renna í bað. Grýtti jarðaberja baðkúlu dæmi útí og stakk mér á bóla kaf. Algert æði!
Jæja ég fer nú að skella mér í fuglaforsinn, laga mat og gera allt klárt, svo er ég hér frá og með á morgun.
Það heyrist meira í mér seinna...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Til hamingju með nýja heimilið gullið mitt :D Hlakka til að heimsækja þig þangað!
koddddddu kodddddu kodddddu
Post a Comment