Monday, March 30, 2009
Ég og Skrattinn
Mér var sendur skratti. Han er alveg frábær og mjög hjálpsamur. Um helgina tókum við törn saman í íbúðinni. Það var skúrað og þurrkað af öllu. Gluggar pússaðir, klósett sótthreinsað. Baðkar skrúbbað og veggir þvegnir.
Allt dót sem komið var hingað til bæjar borið inn og sett á sinn stað. Föt brotin saman og raðað í fata skápa. Allt er komið á sinn stað og allt er "spic n span" Alveg frábært. Skrattinn gerði það mesta af þessu meðan ég var úti í búð að kaupa skójárn, klósett bursta, kúst, lás á geymsluna og kveikjara fyrir kertin.
Ég var þarna allann laugardaginn og allann sunnudaginn líka. Gleymdi að éta og allt, en nágranninn minn kom með vínblaðs kálböggla til mín um 16.00 voðalega sæt einhvað. Og ég gobblaði í mig helminginn og á hinn helminginn í ísskápnum.
Um næstu helgi fer jag að sækja helling af mubblum til mömmu og þangað til sit ég bara í rúminu mínu. Ég er bara mjög spennt fyrir þessu. Á morgun fæ ég breiðband, eftir viku eða svo fæ ég síma. Voðalega mikið að ske einhvað.
PS: Takk fyrir skrattann Moli minn!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já verði þér að góðu! Hann býr í skápnum þínum og opnar hann þegar hann þarf að viðra sig, ekki vera hrædd!
Post a Comment