Í kvöld fer ég með frumburann og bónussoninn í umferðaskólann. Þau eru að fara að æfa sig að keyra og svo ég megi kenna þeim það verð ég að fara í umferðaskólann. Það er allt í fína lagi með það, vona bara að ég nái prófinu.
Það verður einhvað örlítið stress í gangi því þetta byrjar 16,30 en ég gat heimtað frí frá 15,00 svo ég kemst. Guð hvað ég vona að þetta sé bara eitt kvöld en ekki tvö, yfirmaðurinn minn hefur engann húmor fyrir því að maður eigi sér líf fyrir utan vinnuna og að heimta að hætta klukku tíma fyrr tvisvar á sama árinu er ekki í boði.
Krossa fingur og tær svo ég tapi ekki prófinu í kvöld...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment