Friday, March 27, 2009
Í alvöru að tala ???
SNJÓR!
Ég er orðin frekar þreytt á snjó. Er ég að misskilja einhvað? Er ekki að koma aprill? Jæja ok ég reyni bara að sætta mig við þetta.
Mér miðar vel áfram, búin að pakka nærri því öllum fötum og burðast með þau hingað í vinnuna. Maður gæti vel haldið að ég væri að flytja hingað í vinnuna en svo er þó ekki.
Fór í verslunar leiðangur í gær. Keypti gallabuxur, pönnu, hnífapör og einhvað af glösum svo ég geti svolgrað vín í löngum bunum þegar ég er orðin einstæð frjáls kona. Nú og svo keypti ég osta (hníf? skerara? einhvað) Notað til að sneiða ost alla vega og í talandi stundu hef ég ekki hugmynd um hvað þetta heitir. Orðið Gústi gústi orðið!
Ég er orðin svakalega lang þreytt, sef ca 4-5 tíma á nóttu og er á fullu stanslaust þar á milli. Í kvöld ætla ég að þræla hundinum mínum í langann göngutúr og svo kannski reyna að sofna einhvað fyrr en öll undanfarin kvöld.
Næst á lista að kaupa:
Diska
Rúmteppi
Nýa diskinn með Guns n Roses
Peysu
Flott nærföt
Hóruskratta (nei djók, hvað á ég að gera við hóru skratta)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
OSTASKERARI er orð dagsins! Lést mig samt hugsa fiflið þitt, því ég var allt í einu ekki viss!
Post a Comment