Friday, May 29, 2009

Meira tuðið

Var dugleg í morgun og fór í 40 mínútna labb. Fer svo út að labba í kvöld aftur eðlilega. Hef engin plön í gangi fyrir helgina. Fínt að hafa helgar inn á milli sem ekkert er gert. Mig grunar að ég fái smá músík með póstinum og það verður náttúrlega að hlusta á hana. Nú og þrifa. Annars gæti ég líka skroppið til mömmu og co því dóttir mín ætlar þangað og svo er sænski mæðra dagurinn hér á sunnudaginn.

Nenni þessu ómögulega samt, ný komin þaðann og þetta er svo langt einhvað. Svo fer næsta helgi líka í ferð nema bara í hina áttina. Og því nenni ég víst.

Best að halda áfram að þýða Norsku pappírana sem mér voru afhentir hér í morgun. Búin að vera að dunda mér við það mest hela daginn. Fjör!!

No comments: