Monday, March 31, 2008

Bjurman

http://www.aftonbladet.se/nojesliv/kronikorer/perbjurman/article1162689.ab

Oh så tröttsam han är stackars gubbe.

Eagles!

Eiginmaðurinn og ég skelltum okkur á Eagles í Globen. Ég fékk þetta í afmælisgjöf frá skrattakollinum mínum og þetta var alveg frábært. Það er enginn smá kraftur í strákunum. (Sumir vilja kalla þá karla en miðað við gæðin á tónleikunu þá tek ég ekki annað í mál en að kalla þá stráka þó þeir séu um sextug þessar elskur) Það var fullt í Globen og ég nenni ekki að tékka á hvað það þýðir að það hafi verið margir en það var alla vega töluverður slatti af fólki.

Þeir spiluðu af mikilli list í þrjá tíma með einni stuttri pásu. Ég get ekki annað en dáðst að því að þeir syngja allir og gera það allir vel. Ennfremur er ég bara ekki frá því að þeir hafi einhvað æft sig á hljóðfæri. Öll gömlu góðu lögin voru tekin í gegn og svo spiluðu þeir talsvert af lögum af nýu plötunni Long road out of Eden (sem ég er búin að panta og hlakka mikið til að fá)

Þetta var alveg svakalega gaman og ég er öfga hamingjusöm að hafa fengið að upplifa þá á sviði. Kannski hver að verða síðastur líka...

Thursday, March 27, 2008

Geðilsku nótt!


Námskeiðið.... nokkurnveiginn svona: Við Sirocco mættum snemma svo ég gæti farið með hann í góðann labbitúr og hann fengið tækifæri til að ná áttum almennilega. Það er svo langt að fara til hundaklúbbsins að við höfum ekki komið þarna síðan síðasta námskeiði lauk. Það þýðir að litli karlinn þurfti að ná því að skoða þetta allt almennilega til að vera svo ekki tjúll á sjálfa námskeiðinu. Honum var svo skutlað inn í bíl að hvíla sig meðan við hittumst í klúbbhúsinu og fórum í gegn um hvað við værum að fara að gera osf.

Þegar ég svo sótti hann og við fórum niður á agility völl þá varð hann bara tjúll þrátt fyrir hvað ég var búin að vanda mig. Hann varð bráða ástfanginn af Nadíu sem er japanskur spets (myndin) og lái honum sá sem getur... þetta er dásamlega falleg tík. Nadía var ekki að breima (eða hvað sem tíkur nú gera) ((hér hlaupa þær)) eins og önnur dama í hópnum var að gera, en því skipti Sirre sér ekki af. Hann var ástfanginn af Nadíu og hin gat átt sig. (Mjög furðulegt fyrir hunda... en ok svona er ástin bara)

Það var svakalega erfitt fyrir litla kútinn minn að einbeita sér að öðru en sætu stelpunni og á tímabili var ég að spá í að gefast upp og fara heim. En svo þegar það var hálftími eftir fór Sirocco aðeins að heyra í mér. Þá fór líka að vera meira gaman því við byrjuðum með agility þrautir. Rörið (þetta sem hundurinn í færslunni fyrir neðan er að hlaupa í gegnum) og svo hopp þraut (tvö prik sem á að hoppa yfir) Hvoru tveggja gekk mjög vel og dúlludúskinum fannst þetta gaman.

Svo vona ég að ástin hafi einhvað kólnað næst þegar við mætum svo við getum notað tímann betur.

Nóttinn var svo hreinlega ömurleg. Það býr einn í herberginu mínu sem hrýtur allar nætur. Flestar nætur eru þannig að ef maður nær að ýta við honum á mínútu fresti þangað til maður sofnar þá getur maður sofið sig í gegn um þetta. Aðrar nætur eru aftur hljóðin svipuð og þegar unnið er með loft bor og þá vaknar maður aftur og aftur í hvert sinn sem maður nær að festa blund. Í nótt var þannig nótt! Fyrir utan þessa dásemd þá vaknaði ég við hlátrasköll og kjaftabunu í frumburanum sem var í símanum að spjalla við vinkonu. Þá var klukkan 24.20. Klukkan 04.15 vaknaði ég við að kötturinn ætlaði út. Og á milli 04.45 og 06.15 var Sirocco einhvað mál að pissa eða með í maganum eða bara orðinn úrvinda af þreytu eftir námskeið og svefnlausa nóttu að hann var sí kvartandi, andvarpandi og vælandi. Ég var of þreytt til að fara í föt og fara með hann út. Held reyndar að hann hafi ekki verið í spreng því hann lagðist hjá mér og svaf öðruhvoru. Ef hann er í spreng þá gefur hann sig ekki.

Hann var sennilega bara orðinn jafn geðillur og ég og að mana mig í að kæfa kallinn með kettinum.

Tuesday, March 25, 2008

Páska hraðferð.



Eins og venjulega þegar það er gaman hjá manni þá flýgur tíminn. Ég er búin að skemmta mér svo konunglega í þvottahúsinu um páskana að tíminn nægði ekki til að klára allt tau. Ég held ótrauð áfram í kvöld og á morgun og þá ætti þetta að vera komið.

Ég veit ekki með ykkur en ég fékk páska egg. Skrímsla egg frá Góu og mér finnst það mjög passandi. Sá til að klára það í gær enda páskar á enda og ekki hægt að liggja í súkklí áti endalaust.

Á morgun byrjum við Sirocco á agility námskeiði. Eða réttara sagt annað kvöld. Ég hlakka svakalega til og vona að honum finnist gaman af þessu. Ég set inn nokkrar myndir af öðrum hundum að æfa sig í agility ef ske kynni að þið vitið ekki hvað þetta er. Hver veit kannski get ég náð einhverjum myndum af Sirocco að æfa sig svo seinna.

Thursday, March 20, 2008

Ári eldri og sennilega ekki dauðvona


Fór í læknisskoðunina í gær. Mætti hálf níu og var þarna í klukkutíma. Það var hlustað á lungu, belg, hjarta og sitt lítið af hverju. EKG tekið og hjartað sló. Brjóstin skoðuð og ég laug því að ég væri alltaf að skoða þau sjálf. (hún vildi sko að ég væri alltaf af því læknann) Þvagpróf og blóðpróf tekin og skoðuð. Sjónin athuguð og ég veit ekki hvað og hvað. Ekkert af þessu kom í veg fyrir að mér var sleppt út aftur svo mér er væntanlega hugað líf.

Svo á ég að fara aftur á eftir til að sækja pappírana mína og fá síðustu niðurstöður. Ég sendi þetta svo í hausinn á tryggingafélaginu og svo geta þau reynt að tryggja mig ekki, stálhrausta manneskjuna.

Börnin mín elskuleg áttu að fara til ömmu sinnar í gær. Þau lentu í því að standa á vitlausum stað til að taka rútuna svo hún fór án þeirra. Það voru tvær daprar sálir sem komu heim aftur til úrillrar móður. Algjör bömmer í gangi því það var ekki hægt að fá miða í lest í dag svo þau komast ekki litlu skinninn.

Páskar framundan sem er ágætt. Tveir auka frídagar og ég þarf á þeim að halda því þvotta húsið mitt er troðfullt af skítugu taui sem ég satt að segja skil ekki hver á. Það eina sem ég veit er að ég þarf að þvo þetta, hengja það upp, brjóta það saman og standa í að fá eigendurna til að taka þetta og koma því inn í skáp. Og eins og þetta sé ekki nóg þá mund ég þurfa að þvo þetta allt aftur innan skamms!

Ætli ég reyni ekki líka að búa til einhvað gott í matinn og jafnvel skella í eins og eina tertu til að halda uppá að Jesus dó og steig upp til himna.

Svo var ég afmælis barn um daginn og það eina sem ég hafði uppúr því var að verða árinu eldri. Það er nú ekki satt frekar en margt annað sem ég bulla því ég fékk líka armband sem litli bróðir minn bjó til handa mér, pening, blóm, kertastjaka og miða á tónleika með Eagels. Þar að auki fékk ég kveðjur víðan af, sms og afmæliskort uppúr þessu og geri aðrir betur.

Gleðilega páska kæru þið og hafið það gott!

Thursday, March 13, 2008

Blái bíllinn minn


Á leiðinni heim úr vinnunni á þriðjudaginni tókst mér ekki að taka ekki eftir því að bíllinn minn rann til á veginum eins og það væri hálka mitt í vorblíðunni. Mér hefur tekist að taka ekki eftir þessu í smá tíma enda var þetta ekki það mikið. En á Þriðjudeginum var þetta orðið ansi svæsið eða nóg til að ég hringdi beint í yndislega viðgerarann minn og sagði að hann yrði bara að troða mér inn á fimmtudaginn sem er í dag.

Ég reyndi að lýsa þessu eins vel og ég gat og hann sagði mér að keyra bara MJÖG varlega til sín strax um morguninn. Fimmtudagur er í dag og ég gerði alveg eins og hann sagði. Keyrði varlega beint til hans í morgun. Við spjölluðum aðeins um bílinn og hann lofaði að kíkja á þetta bara um leið og hann gæti til að geta kannski pantað varahluti og kannski þá lagað þetta á morgun. Hann veit sko þessi elska hvað það er erfitt fyrir mig að vera bíllaus.

Nú alla vega var hann að hringja rétt í þessu og sagði mér að ég gæti bara sótt bílinn þegar mér hentar. Þetta var víst bara "bult" sjá mynd því ég veit ekki hvað þetta heitir á móðurmálinu. Sem þurfti að herða.

Ég varð svo glöð að mig langar að kaupa handa honum blóm og súkkulaði. Og knúsa hann í bak og fyrir en það er væntanlega ekki til siðs.

Tuesday, March 11, 2008

Ætli maður sé svo dauðvona eftir allt saman...


Ég stór efa það nú. En ég er boðuð í allsherjar læknisskoðun 19. mars vegna sjúkratryggingar sem fyrirtækið sem ég vinn hjá ætlar að kaupa fyrir mig. Tryggingafélaginu hefur sennilega fundist ég einhvað þung miðað við hæð og einhvað of stutt síðan ég hætti að reykja til að vera ólm í að tryggja mig bara sí svona. Ég fékk bréf og í því stóð "ef þú viltbíða eftir mér, á ég margt að gefa þér..."

Nei, það stóð að ég ætti að fara í læknisskoðun mikla og stóra sem þeir borga fyrir mig. Hafi þeir aftur ekki heyrt frá lækninum mínum innann tveggja mánaða kveikja þeir í umsókninni og ég get bara gleymt því að þeir fari að tryggja svona óheilsu belju (eða einhvað álíka) Nemi að ég geti sannað að ég sé ekki í raun fárveik. Mér er í raun slétt sama um þessa tryggingu en sá mér leik á borði að fá þessa rándýru heilsuskoðun mér að kostnaðarlausu og þar með ætla ég að mæta samviskusamlega í hana.

Þegar læknirinn er svo búin að skoða mig og skrifa uppá að sjaldan hafi hann skoðað svona hrausta manneskju, þá sendi ég það ásamt persónulegu bréfi til trygginga fyrirtækisins þar sem mun standa:

Kæri tryggjari,
Ég ætla bara að láta þig vita það að þú og þitt skíta tryggingja félag skal aldei fá að tryggja mig. Ég kann ekki við að það sé verið að brigsla mér um að vera fitubollu jússa sem sennilega er með sykursýki á byrjunarstigi, of háan blóðþrýsting, drep í tá, eyðni, skyrbjúg og þaðani verri sjúkdóma. Eins og þú sér á með fylgjandi lækna úrskurði þá er ég ein af þessu fólki sem mun aldei verða veik af einu né neinu og ég skal sko sjá til þess að mínir trygginga peningar ekki hafni í þínum vasa.
Gjörsamlega virðingarlaust
so and so
ps: Gerið svo vel að endurgreiða kostnaðinn fyrir læknisskoðunina inn á reikning 555xxx555xxx

Nei ég segi nú svona. Auðvitað læt ég trygga mig ef ég mögulega get, ég er ekki asni þó ég sé fífl. Svo þessa daganna sötra ég grænt te (mér er sagt að það sé heilsusamlegt) þvinga í mig glas af hreinum greipsafa á dag (mér er sagt að það sé líka hollt) ((efa það samt, miðað við bragðið)) Og tygg svo fífla og ný útsprungin blöð af eik með þessu (þetta síðasta er lýgi) Svo er bara að vona að ég komi ágætlega út úr þessu

Monday, March 10, 2008

asshole in a bucket

Það er ég, asshole in a bucket. Maður getur nú verið marg verra en það svo ég vil þakka Mola þessi hlýju orð!!! ;-)

Ég skrattaðist í bæinn á föstudaginn og keypti mér 2 gallabuxur og 2 toppa og er núna bara aðal pæjan. Eða alla vega í heilum buxum.

Búin að panta ferð til Pólands og fer ég ásamt eiginmanni, frænku og kærasta hennar. Einhvað verður nú brallað og skoðað og hátt á lista hjá mér er að kaupa mér prins póló. Eiginmaðurinn mun að öllum líkindum vera í annarri deild í búðinni því hann er áhugamaður um ódýran vodka. Hvað hin skötuhjúin kaupa hef ég ekki hugmynd um en það er líka þeirra vandamál. Það er aldrei að vita hvort ég bloggi ekki bara meira um þetta seinna.

Viti menn, ég sá mynd um helgina.... Blame, http://www.lovefilm.se/film/46626-Blame.do alveg svakalega léleg mynd. Þunn saga og þunnur þráður. Allt sem skeður fær maður enga eða litla útskýringu á. Svo þarna fór klukkutími og tólf mínotur fyrir kattarnef.

Friday, March 7, 2008

Ættli ég verði ekki bara að ljúga einhverju...

Hef sko nefnilega ekki neitt að segja. Var ég búin að segja ykkur frá nýu skónum.... nei djók. Veit að ég er búin að því.

Ætla að reyna að komast í bæinn eftir vinnu til að kaupa mér gallabuxur. Sá sem engar buxur á, með berann rassinn er. Þetta hljómar betur á Sænsku "den som inga byxor har, den får gå med rumpan bar"

Það er nú hægt að skrifa ótrúlega mikið um ekki neitt sýnist mér. Viljið þið vita hvað ég borðaði í hádeginu???? Nei ég skal hætta.

Óska bara öllum góða helgi og buxur utanum rassinn!!

Monday, March 3, 2008

Strípplingur.

Helgar myndirnar voru: A Good year http://www.imdb.com/title/tt0401445/
og Death proof http://www.imdb.com/title/tt0401445/

A good year er alveg ágæt, löng, skeður ekki mikið. Róleg ástarsaga. Ég er örlítið veik fyrir Russell Crowe það hjálpar ef maður er ekki mikið fyrir ástarsögur og horfir samt á myndina.

Death proof er ekki róleg mjög Quentin Tarantino löng samtöl, öskrandi bílar, flottir og oft furðulegir vinklar á kvikmyndatökuvélinni, nokkrar töff blóð splatter senur. Já þið fattið Quentin Tarantino í öllu sínu veldi.

Eftir vinnu fer ég í strípur og klippingu, ég hlakka til!! Langt síðan ég lét gera einhvað fyrir stríið á mér.