Tuesday, March 11, 2008

Ætli maður sé svo dauðvona eftir allt saman...


Ég stór efa það nú. En ég er boðuð í allsherjar læknisskoðun 19. mars vegna sjúkratryggingar sem fyrirtækið sem ég vinn hjá ætlar að kaupa fyrir mig. Tryggingafélaginu hefur sennilega fundist ég einhvað þung miðað við hæð og einhvað of stutt síðan ég hætti að reykja til að vera ólm í að tryggja mig bara sí svona. Ég fékk bréf og í því stóð "ef þú viltbíða eftir mér, á ég margt að gefa þér..."

Nei, það stóð að ég ætti að fara í læknisskoðun mikla og stóra sem þeir borga fyrir mig. Hafi þeir aftur ekki heyrt frá lækninum mínum innann tveggja mánaða kveikja þeir í umsókninni og ég get bara gleymt því að þeir fari að tryggja svona óheilsu belju (eða einhvað álíka) Nemi að ég geti sannað að ég sé ekki í raun fárveik. Mér er í raun slétt sama um þessa tryggingu en sá mér leik á borði að fá þessa rándýru heilsuskoðun mér að kostnaðarlausu og þar með ætla ég að mæta samviskusamlega í hana.

Þegar læknirinn er svo búin að skoða mig og skrifa uppá að sjaldan hafi hann skoðað svona hrausta manneskju, þá sendi ég það ásamt persónulegu bréfi til trygginga fyrirtækisins þar sem mun standa:

Kæri tryggjari,
Ég ætla bara að láta þig vita það að þú og þitt skíta tryggingja félag skal aldei fá að tryggja mig. Ég kann ekki við að það sé verið að brigsla mér um að vera fitubollu jússa sem sennilega er með sykursýki á byrjunarstigi, of háan blóðþrýsting, drep í tá, eyðni, skyrbjúg og þaðani verri sjúkdóma. Eins og þú sér á með fylgjandi lækna úrskurði þá er ég ein af þessu fólki sem mun aldei verða veik af einu né neinu og ég skal sko sjá til þess að mínir trygginga peningar ekki hafni í þínum vasa.
Gjörsamlega virðingarlaust
so and so
ps: Gerið svo vel að endurgreiða kostnaðinn fyrir læknisskoðunina inn á reikning 555xxx555xxx

Nei ég segi nú svona. Auðvitað læt ég trygga mig ef ég mögulega get, ég er ekki asni þó ég sé fífl. Svo þessa daganna sötra ég grænt te (mér er sagt að það sé heilsusamlegt) þvinga í mig glas af hreinum greipsafa á dag (mér er sagt að það sé líka hollt) ((efa það samt, miðað við bragðið)) Og tygg svo fífla og ný útsprungin blöð af eik með þessu (þetta síðasta er lýgi) Svo er bara að vona að ég komi ágætlega út úr þessu

No comments: