Tuesday, March 25, 2008

Páska hraðferð.



Eins og venjulega þegar það er gaman hjá manni þá flýgur tíminn. Ég er búin að skemmta mér svo konunglega í þvottahúsinu um páskana að tíminn nægði ekki til að klára allt tau. Ég held ótrauð áfram í kvöld og á morgun og þá ætti þetta að vera komið.

Ég veit ekki með ykkur en ég fékk páska egg. Skrímsla egg frá Góu og mér finnst það mjög passandi. Sá til að klára það í gær enda páskar á enda og ekki hægt að liggja í súkklí áti endalaust.

Á morgun byrjum við Sirocco á agility námskeiði. Eða réttara sagt annað kvöld. Ég hlakka svakalega til og vona að honum finnist gaman af þessu. Ég set inn nokkrar myndir af öðrum hundum að æfa sig í agility ef ske kynni að þið vitið ekki hvað þetta er. Hver veit kannski get ég náð einhverjum myndum af Sirocco að æfa sig svo seinna.

2 comments:

Anna Stína said...

Mér líst vel á þetta námskeið, held að þú tækir þig ægilega vel út að stökkva í gegnum svona dekk. Sirocco getur svo hlaupið við hliðna á þér.

Birna said...

Já ég er að velta þessu aðeins fyrir mér. Sé til hvernig við Sirocco gerum þetta. Það stendur hvergi í reglunum hver á að gera hvað!!