Thursday, March 20, 2008
Ári eldri og sennilega ekki dauðvona
Fór í læknisskoðunina í gær. Mætti hálf níu og var þarna í klukkutíma. Það var hlustað á lungu, belg, hjarta og sitt lítið af hverju. EKG tekið og hjartað sló. Brjóstin skoðuð og ég laug því að ég væri alltaf að skoða þau sjálf. (hún vildi sko að ég væri alltaf af því læknann) Þvagpróf og blóðpróf tekin og skoðuð. Sjónin athuguð og ég veit ekki hvað og hvað. Ekkert af þessu kom í veg fyrir að mér var sleppt út aftur svo mér er væntanlega hugað líf.
Svo á ég að fara aftur á eftir til að sækja pappírana mína og fá síðustu niðurstöður. Ég sendi þetta svo í hausinn á tryggingafélaginu og svo geta þau reynt að tryggja mig ekki, stálhrausta manneskjuna.
Börnin mín elskuleg áttu að fara til ömmu sinnar í gær. Þau lentu í því að standa á vitlausum stað til að taka rútuna svo hún fór án þeirra. Það voru tvær daprar sálir sem komu heim aftur til úrillrar móður. Algjör bömmer í gangi því það var ekki hægt að fá miða í lest í dag svo þau komast ekki litlu skinninn.
Páskar framundan sem er ágætt. Tveir auka frídagar og ég þarf á þeim að halda því þvotta húsið mitt er troðfullt af skítugu taui sem ég satt að segja skil ekki hver á. Það eina sem ég veit er að ég þarf að þvo þetta, hengja það upp, brjóta það saman og standa í að fá eigendurna til að taka þetta og koma því inn í skáp. Og eins og þetta sé ekki nóg þá mund ég þurfa að þvo þetta allt aftur innan skamms!
Ætli ég reyni ekki líka að búa til einhvað gott í matinn og jafnvel skella í eins og eina tertu til að halda uppá að Jesus dó og steig upp til himna.
Svo var ég afmælis barn um daginn og það eina sem ég hafði uppúr því var að verða árinu eldri. Það er nú ekki satt frekar en margt annað sem ég bulla því ég fékk líka armband sem litli bróðir minn bjó til handa mér, pening, blóm, kertastjaka og miða á tónleika með Eagels. Þar að auki fékk ég kveðjur víðan af, sms og afmæliskort uppúr þessu og geri aðrir betur.
Gleðilega páska kæru þið og hafið það gott!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já afmælið frú og páskarnir frú!
Og það sem er mikilvægast af öllu, til hamingu með að vera heilsuhraust. Ég er mjög fegin því!
Post a Comment