Thursday, March 13, 2008
Blái bíllinn minn
Á leiðinni heim úr vinnunni á þriðjudaginni tókst mér ekki að taka ekki eftir því að bíllinn minn rann til á veginum eins og það væri hálka mitt í vorblíðunni. Mér hefur tekist að taka ekki eftir þessu í smá tíma enda var þetta ekki það mikið. En á Þriðjudeginum var þetta orðið ansi svæsið eða nóg til að ég hringdi beint í yndislega viðgerarann minn og sagði að hann yrði bara að troða mér inn á fimmtudaginn sem er í dag.
Ég reyndi að lýsa þessu eins vel og ég gat og hann sagði mér að keyra bara MJÖG varlega til sín strax um morguninn. Fimmtudagur er í dag og ég gerði alveg eins og hann sagði. Keyrði varlega beint til hans í morgun. Við spjölluðum aðeins um bílinn og hann lofaði að kíkja á þetta bara um leið og hann gæti til að geta kannski pantað varahluti og kannski þá lagað þetta á morgun. Hann veit sko þessi elska hvað það er erfitt fyrir mig að vera bíllaus.
Nú alla vega var hann að hringja rétt í þessu og sagði mér að ég gæti bara sótt bílinn þegar mér hentar. Þetta var víst bara "bult" sjá mynd því ég veit ekki hvað þetta heitir á móðurmálinu. Sem þurfti að herða.
Ég varð svo glöð að mig langar að kaupa handa honum blóm og súkkulaði. Og knúsa hann í bak og fyrir en það er væntanlega ekki til siðs.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment