Thursday, March 27, 2008

Geðilsku nótt!


Námskeiðið.... nokkurnveiginn svona: Við Sirocco mættum snemma svo ég gæti farið með hann í góðann labbitúr og hann fengið tækifæri til að ná áttum almennilega. Það er svo langt að fara til hundaklúbbsins að við höfum ekki komið þarna síðan síðasta námskeiði lauk. Það þýðir að litli karlinn þurfti að ná því að skoða þetta allt almennilega til að vera svo ekki tjúll á sjálfa námskeiðinu. Honum var svo skutlað inn í bíl að hvíla sig meðan við hittumst í klúbbhúsinu og fórum í gegn um hvað við værum að fara að gera osf.

Þegar ég svo sótti hann og við fórum niður á agility völl þá varð hann bara tjúll þrátt fyrir hvað ég var búin að vanda mig. Hann varð bráða ástfanginn af Nadíu sem er japanskur spets (myndin) og lái honum sá sem getur... þetta er dásamlega falleg tík. Nadía var ekki að breima (eða hvað sem tíkur nú gera) ((hér hlaupa þær)) eins og önnur dama í hópnum var að gera, en því skipti Sirre sér ekki af. Hann var ástfanginn af Nadíu og hin gat átt sig. (Mjög furðulegt fyrir hunda... en ok svona er ástin bara)

Það var svakalega erfitt fyrir litla kútinn minn að einbeita sér að öðru en sætu stelpunni og á tímabili var ég að spá í að gefast upp og fara heim. En svo þegar það var hálftími eftir fór Sirocco aðeins að heyra í mér. Þá fór líka að vera meira gaman því við byrjuðum með agility þrautir. Rörið (þetta sem hundurinn í færslunni fyrir neðan er að hlaupa í gegnum) og svo hopp þraut (tvö prik sem á að hoppa yfir) Hvoru tveggja gekk mjög vel og dúlludúskinum fannst þetta gaman.

Svo vona ég að ástin hafi einhvað kólnað næst þegar við mætum svo við getum notað tímann betur.

Nóttinn var svo hreinlega ömurleg. Það býr einn í herberginu mínu sem hrýtur allar nætur. Flestar nætur eru þannig að ef maður nær að ýta við honum á mínútu fresti þangað til maður sofnar þá getur maður sofið sig í gegn um þetta. Aðrar nætur eru aftur hljóðin svipuð og þegar unnið er með loft bor og þá vaknar maður aftur og aftur í hvert sinn sem maður nær að festa blund. Í nótt var þannig nótt! Fyrir utan þessa dásemd þá vaknaði ég við hlátrasköll og kjaftabunu í frumburanum sem var í símanum að spjalla við vinkonu. Þá var klukkan 24.20. Klukkan 04.15 vaknaði ég við að kötturinn ætlaði út. Og á milli 04.45 og 06.15 var Sirocco einhvað mál að pissa eða með í maganum eða bara orðinn úrvinda af þreytu eftir námskeið og svefnlausa nóttu að hann var sí kvartandi, andvarpandi og vælandi. Ég var of þreytt til að fara í föt og fara með hann út. Held reyndar að hann hafi ekki verið í spreng því hann lagðist hjá mér og svaf öðruhvoru. Ef hann er í spreng þá gefur hann sig ekki.

Hann var sennilega bara orðinn jafn geðillur og ég og að mana mig í að kæfa kallinn með kettinum.

1 comment:

Anna Stína said...

Svona breytist ástin! Þegar Sirre er komin með nægan skammt af Nadíu,þá heyrir hannn bara loftbora og höggbora !