Tuesday, April 29, 2008

Allir dagar eru sem betur fer ekki eins


Sumir ertu góðir, sumir eru allt í lagi og aðrir eru bara ömurlegir. Helgin mín byrjar á morgun með miðvikudags fríi, svo 1. maj, sumarfrís föstudagur nú og svo helgin. Strax eftir vinnu í dag fer ég á blússi heim með hundana og svo til Högsby að sækja fótboltakappann minn ásamt nokkrum liðsmönnum. Þeir eru að fara að spila í Gamle by sem er lengst úti í buska einhverstaðar. Auðvitað horfi ég á leikin og það er alltaf gaman. Svo er ég búin að lofa þeim pítsu veislu á leiðinni heim. Fyrir son minn var það mikið atriði að ég mundi skutla á einmitt þennann leik. Það er vegna þess að hann heldur því fram að enginn af hinum foreldrunum munu vilja stoppa og éta pítsu eftir leikinn. Ég veit ekki um það en ég veit að það er ekki erfitt að plata mig í svona.

No comments: