Monday, April 7, 2008

Sally Field och co

Búin að eyða helginni með nokkrum stærstu leikkonum heims. Byrjaði með myndina Sibyl þar sem Sally fer gjörsamlega á kostum. Skratti ljót og ömurleg sannsöguleg saga. Þar á eftir var það Meryl og myndin Sophie's Choice ekki er sagan sú fallegri. Meryl kann að leika líka, það vantar ekki. Og svo endaði ég með að horfa (aftur) á Flightplan med Jodie Foster.

Svo er ég búin að fá plötuna Long road out of Eden og hún er meistaraleg. Hef aldrei áður hlustað á plötu og fundist svona mörg lög góð á henni um leið og ég heyri þau. Yfirleitt þarf maður að hlusta nokkrum sinnum á plötu til að fara að fýla hana en ekki þessa. Hún bara rennur inn í eyrun á manni og kemur manni í gott skap og þegar ég segi hún meina ég þær því þetta eru tvær plötur. I podinn hefur ekki haft svona mikið að gera síðann ég fékk hann í jólagjöf.

Ársuppgjörið er að mest öllu klárt og þegar endurskoðandinn var að hrósa mér við yfirmanninn minn þá sussaði hann á endurskoðandann og sagði "ekki vera að tala mikið um þetta, það kostar bara peninga (launahækkun heldur fíflið)" Og svo setti hann upp mæðu svip og sagði "Já hún hefur svo mikinn tíma að hún getur sitið og dundað með þetta lon og don" Mér finnst svo gaman að vinna hér því það er svo svakalega metið við mann það sem maður gerir. Er mikið að spá í að skrá hann í keppnina Besti yfirmaður alheimsins.

1 comment:

Anna Stína said...

já þessi aula yfirmaður þinn fær ekki mitt atkvæði í þessari keppni! Hann er asni!