Hrafnhildur vinkona ætlar að koma og heimsækja mig í sumar, í ágúst svo það er langt í þetta enn. Ég er samt öfga kát og hlakka mikið til. Vona bara að þetta verði ekki mikið miggu (bitmý) sumar. Hrafnhildi og bitmý kemur alveg hryllilega illa saman. En eitt er víst að einhvað verður brallað og kjaftað og mikið labbað. Æðislegt bara.
Hún stoppar í viku og þá eru 4 vinnudagar fyrir mig og þurfti ég því að biðja um að fá að taka út sumarfrí þessa daga. Ég fékk það náðasamlegast og er ég fegin því. En hér upphefst alltaf einhvað tuð þegar maður vill taka út sumarfríið sitt. Yfirmanni dauðans finnst nefnilega ekki eðlilega mikið púkkað upp starfsfólk. Heilir 25 dagar á ári í sumarfrí er td. alveg útí hött. Og þetta ræðir hann við okkur "starfsfólkið" endalaust. Að það sé nú bara ekki hægt að reka fyrirtæki í þessu landi uppá það að starfsfólkið sé aldrei í vinnunni og með þessi líka háu laun sem eru í landinu þar að auki. Ég er stundum að spá í hvort hann haldi í alvörunni að við séum sammála þessu.
Anyway, þá er ég búin að fá frí meðan ég verð á fótbolta móti sonarins og meðan ég er á Ibíza og einnig meðan Hrafnhildur er hér svo ég þarf ekki að ræða frekari sumarfrís mál í bili.
Á morgun verður svo stokkið af stað til Pólands! En ég segi kannski bara meira frá því þegar ég kem til baka.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
já, ég þekki þetta möffinsdýr! Er með svona dýr sjálf innan í mér!
Post a Comment