Brunuðum niður til mömmu og pabba um helgina. Börnin, Hundarnir og ég. Kötturinn og makinn vöru látin dúsa heima. Við vorum semsé í góðu yfirlæti og vel farið með okkur að venju. Á laugardaginn fórum við í bæinn. Mamma, unglingastóðið og ég. Pabbi og hundarnir látnir dúsa heima (er þetta ekki einhvað orðið að einhverjum vana?) Út úr bæjarförinni kom að nú á einkasonurinn allt nema sandala í brúðkaupið í sumar og einka dóttirinn kjól og ég ennþá ekkert í brúðkaupið. En það reddast. Gott bara að það er ekki ég sem er að fara að gifta mig. Því þá væri þetta orðið vesen.
Svo nú er ég búin að vera að heimann í tvær helgar í röð og veit nú þegar hvað ég ætla að gera næstu helgi................................................................................................................................. laga til og þvo þvott!!! Rosalega spennandi einhvað.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment