Monday, April 21, 2008

Horror


Var að horfa á þátt um daginn um "Húsið sem Guð gleymdi" eða The Amityville Horror mjög skemmtilegur þáttur þar sem var talað við hitt og þetta fólk um þetta. Meðal annars manninn (konan hans dó fyrir nokkru) sem sagan byggir á. Lutz var sem sé fjölskyldan sem keypti húsið ódýrt eftir að DeFeo myrti alla fjölskylduna sína þar um 3 að morgni 13. Nóvember 1974 Það sem fólk er núna að tvista um er hvort Lutz fjölskyldan hafi í alvöru upplifað það sem haldið er fram í bók sem maður að nafni Jay Anson skrifaði.

Sagan Húsið sem Guð gleymdi á sem sé að vera sagan af Lutz fjölskyldunni. Það hafa verið haldnir hinu ýmsu miðilsfundir og paranormala ransóknir í þessu húsi og margur hver miðillinn segir sig hafa upplifað ýmislegt þarna.

Lutz fjölskyldann heldur enn til streitu að þetta sé allt saman satt og að þau hafi flúið úr húsinu. Þeir sem efast um sannleikann í sögu Lutz fjölskyldurnar halda því þó fram að þau hafi búið til alla drauga söguna til að losna úr húsinu eftir tvö ár eftir að ekki hafa borgað eina einustu afborgun.

Brian Wilson keypti svo húsið 1997 og segir sig bara ánægðann og að ekki sé um neinn draugagang að ræða. Svo veit ég ekki meir. Þeir sem hafa gaman af að grúska í svona geta kíkt á slóðina hér að neðan...

http://www.paranormal.nu/

No comments: