Vaknaði í morgun hálf fimm við að litli snáðinn hann Sirocco var einhvað að vandræðast. Ég fór með hann út og hann var eldsnöggur að skila frá sér því sem hann þurfti. Svo sleppti ég kettinum út og var öfga ánægð að geta sofið í 2 tíma í viðbót. 5 mínútum síðar voru þeir tímar liðnir og ég enn eins og lík. Nennti ekki á fætur og ákvað að sleppa morgunmat til að geta sofið 15 mín í viðbót. Þarnæst ákvað ég að sleppa sturtu og þvo bara hárið á mér í eldhúsvaskinum og gat þá sofið aðrar 15 mín. Því miður var svo ekki meira sem ég gat sleppt svo ég varð að drullast á fætur og hingað.
En þetta er allt í góðu. Ég get alveg verið svona þreytt og sibbin í allann dag því við áttum alveg frábæra helgi í Pólandi. Drukkum mikið af góðum bjór, borðuðum mikið af góðum mat, kjöftuðum afskaplega mikið og skemmtum okkur konunglega.
Á leiðinni hingað í vinnuna var bíllinn minn svo ekki að kæta mig neitt sérstaklega því hann sagði. "ekki bremsa snöggt, bremsurnar virka ekki eins og þær eiga að gera. Stöðvið bílinn rólega og hringið á verkstæði" nema að hann sagði þetta á ensku. Sko! svona hótannir gera nákvæmlega ekkert fyrir mig svo ég slökkti á hátalara rödd bílsins og hvæsti milli saman bitinna tanna "haltu helvítis kjafti" og hélt svo bara áfram að keyra í rólegheitum.
Er reyndar búin að hringja í bílaviðgerðar manninn minn góða og er að fara þangað með bílinn. MURRRRR!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Segir enginn í eldhúsinu þínu... opnaðu skápinn hratt og troddu í þig allt nammið sem þú sérð? Ég lendi stundum í þessu! Nema að þetta er sagt á tékknesku því eldhúsið mitt er frá Tékklandi
Vertu ekki mikið að tala um þetta! En jú þetta kemur fyrir!
Post a Comment