Saturday, August 30, 2008

The original party animal


Ég er að reyna að horfa á þessa teiknimynd. Hef yfirleitt gaman af teiknimyndum.... en í þessari eru naut sem kýr með 4 spena!!!!! Myndin er að sjálfsögðu gerð fyrir amiríkana en haaaalllllóó pabbi naut með spena???????

Þetta er ekki alveg að gera sig Nickelodeon!

Thursday, August 28, 2008

Djö.... var gaman á agility námskeiðinu í gær


Ég var búin að vera ansi mikið á báðum áttum með að fara. Skít hrædd um að ég mundi gera mig að fífli því við Sirocco erum ekki búin að æfa okkur neitt í sumar. Við erum búin að vinna í ýmsu öðru í sumar en ekki agility.

Hvað haldiði svo, Sirocco er bara natural born agility champion og lét eins og við værum búin að æfa 3 svar í viku alveg síðan síðasta námskeiði lauk. Algjör stjarna. Búin að þroskast heilmikið og lét ekki illa við hina voffana sem voru þarna, enda svo sem sami hópurinn og hann er alltaf góður með þeim sem hann þekkir. Gott ef litli villingurinn minn er ekki bara allur að koma til. Aftur var veðrið ekki skemmtilegt þetta kvöld því það var ausandi rigning allt kvöldið og við öll blaut inn að beini. En skítt með það þetta var sjúklega gaman!

Næsta skipti er á sunnudaginn klukkann 11.00 og ég hlakka til. Ég veit ekki með Sirocco því hann er alveg búinn á því í dag og vill bara sofa. Fór ekki einu sinni með í hálf tíu kaffi og þá er mikið sagt.

Annars er ekki mikið fréttnæmt. Frumburinn fer til ljós lífsins á morgun og verður í 10 daga. Einkasonurinn plummar sig skólanum og fótboltanum, makinn gerir það sem hann gerir og ég það sem ég alltaf hef gert.

Sunday, August 24, 2008

Silfur er Gull

Ég sit og horfi á leikinn. Leikinn Ísland/Frakkland. Ég hata Frakkland. Hef alltaf hatað Frakkland og þessi leikur er ekki að breyta því.

Ég vona samt að Íslendingar geri sér grein fyrir hvað þetta silfur er stórt!! Ísland er æðislegt og ég ætla að láta tattúera landið mitt á mig. Veit bara ekki hvort það verður á handlegginn eða kinnina....sjáum bara til. Ég er rosalega stolt yfir að vera Íslensk og ég er ofboðslega stolt af landinu mínu og ég er ofboðslega stolt af handboltaliðinu okkar!!!!

Vogiðið ykkur ekki að vera ekki stolt af "strákunum okkar"

ÁFRAM ÍSLAND!

Friday, August 22, 2008

Reykstopp = eitt ár

Á morgun er eitt ár liðið síðan ég hætti að reykja. Fyrir ári síðan var þetta að ske í höfðinu á mér:
23. ágúst
Enn gengur allt vel. Búin að fara út að labba með hundana og búin að fá mér hádegismat. Núna hef ég ekki reykt í 15 tíma og ég veit að það er nú ekki neitt sérstakt afrek! Nema vegna þess að ég hef ekki verið reyklaus svona "lengi" síðan 1991 Þá gerði ég alvöru tillraun til að hætta og gat það í uþb viku. Svo hef ég bara tekið það svo nærri mér að það tókst ekki að ég hef ekki reynt síðan nema einhvað svona hálfhjartað og lukkast í einhverja tíma.

24. ágúst
Ég get nú ekki sagt að mér finnist gaman að hætta að reykja. Það eru komnir rúmlega 40 tímar síðan ég reykti síðast og þetta hefur gengið ágætlega. Ég er með sígarettur gjörsamlega á heilanum og verð hissa þegar ég tek eftir að það eru liðnar 3-5 mínótur frá því að ég hugsaði um sígarettur. Semsé er þetta alveg stöðugt í heilanum á mér. Ég svaf mjög illa í nótt, vaknað margoft og var í því að bylta mér framm og til baka. Hvað haldið þið að hafi skotist upp í kollinn minn í hvert skipti sem ég vaknaði? Já nú er spurt!

Ég mæli eindregið með því að fólk sé ekki að byrja að reykja! Og get lofað því að ef fólk vissi hvað það þarf að ganga í geggnum til að hætta að reykja þá mundi það andskotinn hafi það aldrei byrja!

9. september

Jepp, einn enn svona dagur. Mig er búið að langa ógeðslega mikið í sígo og er alveg að gefast upp á þessu. :klikk:

En ég tek bara kukkutíma í einu og geri mitt besta til að falla ekki.

Svona gékk þetta fram og til baka í einhvað um 2-3 mánuði. Vil að lokum minna sjálfa mig á þetta:

Ávinningurinn af því að hætta að reykja
Áhrifin á heilsuna af því að hætta að reykja láta ekki á sér standa: Eftir 20 mínútur lækkar blóðþrýstingur og púls og blóðrás batnar. Eftir 8 tíma hefur kolsýrlingur (CO) í blóði minnkað um helming og eftir 48 tíma er hann horfinn. Þá er lyktar- og bragðskyn einnig komið í eðlilegt horf, hósti og andþyngsli að hverfa og auðveldara fyrir lungun að kljást við sýkingar. Eftir eitt ár hafa líkurnar á að fá hjartasjúkdóma minnkað um helming og eftir 5 ár er hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma álíka mikil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Eftir 15 ár er hættan á að fá lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Félagslegur ávinningar eru líka mikill, m.a. vegna þess að í flestum nútíma samfélögum er orðið erfitt fyrir fólk að reykja.






Wednesday, August 20, 2008

True story

How to Dance in the Rain

It was a busy morning, about 8:30, when an elderly gentleman in his 80's arrived to have stitches removed from his thumb. He said he was in a hurry
as he had an appointment at 9:00 am. I took his vital signs and had him take a seat, knowing it would be over an hour before someone would to able to see him. I saw him looking at his watch and decided, since I was not busy with another patient, I would evaluate his wound. It was well healed, so I talked to one of the doctors,
got the needed supplies to remove his sutures and redress his wound. While taking care of his wound, I asked him if he had another doctor's appointment this morning, as he was in such a hurry.

The gentleman told me no, that he needed to go to the nursing home to eat breakfast with his wife. I inquired as to her health. He told me that she had been there for a while and that she was a victim of Alzheimer's Disease. As we talked, I asked if she would be upset if he was a bit late. He replied that she no longer knew who he was, that she had not recognized him in five years now.,

I was surprised, and asked him, 'And you still go every morning, even though she doesn't know who you are?' He smiled as he patted my hand and said, 'She doesn't know me, but I still know who she is.' I had to hold back tears as he left, I had goose bumps on my arm, and thought, 'That is the kind of love I want in my life.'


True love is neither physical, nor romantic. True love is an acceptance of all that is, has been, will be, and will not be.

The happiest people don't necessarily have the best of everything; they just make the best of everything they have.

'Life isn't about how to survive the storm, but how to dance in the rain.' 'It's your behavior, not your title, that wins respect.'

Monday, August 18, 2008

Ég er með afsökun fyrir þessu....

Ný mætt í vinnu og fór blogg túrinn minn. (Virðist vera frekar mikill blogg þurkur í fólki, ef það er ekki hreinlega dáið og þá meina ég í alvöru dáið. Þá nennir það ekki að skrifa nema einhverjar fáar raðir ef það yfir höfuð skrifar svo mikið) Og afþví að flestir á rúntinum mínum eru slóðaðir á minni síðu þá fer ég oftast inn þá leiðina.

Og hvað sé ég þá.... síðasta færsla frá mér segir allt og öllum að myndirnar verði komnar í póst "alla vega fyrir mánudag" Svo er þó ekki og ég biðst afsökunar á því. En ég tel mig sleppa fyrir horn því ég er búin að vera með gesti um helgina ha.

Og svo í gær fór ég og sá einkasoninn skora 4 mörk og verða að hetju í fótbolta svo heim að baka hveitisnúðana sem sami einkasonur er búin að vera að væla í mér um að fá að gera með mér. (Hann kom þegar það voru 2 mínútur í að taka fyrstu plötuna úr ofninum og sagði mér að það væru 2 mínútur í snúðana HANS) fín hjálp í honum.

Og svo þegar ég var búin að kippa síðustu plötunni úr ofninum fór ég með frumburann að sækja ljós lífsins á brautar stöðina í Växjö. Var svo komin heim eftir háttatíma og fór bara að sofa... eftir að horfa á einn BL þátt..

Ég er búin að hóta frumburanum og ljósi lífsins svo rækilega með að senda hann heim og dýfa þeim í tjöru og fjaðrir og ég veit ekki hvað og hvað. Ásamt að segja þeim að eldhúsið loki yfir nóttina frá 23.00 að ég heyrði ekki í þeim í nótt. Vona ynnilega að það haldi þannig áfram. (á ekki tjöru og fjaðrir nefnilega, eeeen DO NOT TRY ME ON THIS ONE, ég redda mér tjöru og fjöðrum ef til kemur)

Byrjuð á kúrnum góða, en gleymdi víst aðalatriðinu.... að vikta mig í morgun. Ég biðst afsökunar á því.

Thursday, August 14, 2008

Allt á versta veg!

Allt uppáhalds fólkið mitt af klakanum komið og farið. Eftir sit ég í eymd og volæði. Sumarfríið búið og ég mætt í vinnu. Manni getur nú sárnað þó maður sé ekki grenjandi endalaust.

Takk elskurnar enn og aftur fyrir komuna og endilega komiði aftur sem fyrst!!

Laugarnes skvísan og ég áttum frábæra daga saman. Byrjuðum í Landskrona og eftir að hafa spjallað við heimilisfólkið sem var svo indælt að passa krúttið mitt meðan ég brunaði niður eftir skelltu stelpurnar úr laugarnesinu sér í bæinn. Þar lentum við í miklum hasar. Við vorum svo djarfar að við fórum á pöbb og fengum okkur bjór. Yfirleitt er það ekki frásögu færandi en í þetta skipti var spennan gífurleg.

Það kom ungur svartur drengur hlaupandi á harða spani inn á pöbbinn og á eftir kemur bíll. Út úr bílnum stökk snar brjálað ljón (drengur með með sítt hvítt hár) Inn hleypur ljónið og við (sem sátum úti) heyrum brambolt mikið og glös brotna. Út geysist ljónið og áfram inn í bíl. Bíllin fer öskrandi á stað og stuttu seinna kemur löggan og reynir að tala við litla sæta negra strákinn, sem er núna með handklæði um hausinn og blóðið lekandi útum allt. Negrastákurinn átti níu negrastráka vini (nei djók) en vinir hans komu og voru að rugla einhvað í löggumann sem stakk þeim beint í kjallarann (nei djók) en slasaði drengurinn hljóp frá löggunni og hinir hurfu á brott.

Löggi gat ekki annað en af pantað sjúkrabílinn og fór svo með trölla skottið sitt á milli lappanna inn í bíl og hvarf á brott illskeyttur mjög.

Við stöllur lölluðum heim og restin af dvölinni var öllu rólegri. Við versluðum í risa molli á akkorði í 6 klukkutíma á miðvikudaginn áður en við héldum heim í sveitina. Spjölluðum fram eftir nóttu, sváfum lengi, borðuðum góðan mat, skruppum í bæinn, fórum í bíó, löbbuðum og hlógum út í eitt og þá aðalega af prakkara strikum barnæskunnar. Þetta var mjög góð vika sem leið mjög hratt.

Góða ferð heim í dag elsku krúttið mitt. Og einu get ég lofað: ég mun aldrei borða kex með gráðuosti og bláberja sultu án þess að hugsa til þín.

Og að lokum: ÞETTA ER AÐ KOMA, ÞETTA ER AÐ KOMA, ÞETTA ER AÐ KOMA, Ég kem öllum myndum á mail til ykkar í kvöld eða alla vega fyrir mánudag . Takk aftur fyrir æðislegar heimsóknir dúllurnar mínar!

Wednesday, August 13, 2008

Really cool people.......

Really cool people do not care what Really cool people think! You will not know many Really cool people in your live. Thats a fact!

Thursday, August 7, 2008

Listinn

Þú veist að það er 2008 ef....



1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.


2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.



3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að
því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus . (eða á facebook eða sérstaklega ekki á msn #viðbót blogghafa#)



4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta
bara
á takkann á sjónvarpinu.


6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.



7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.



8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.


9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.



10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer
fimm.



11. Svo hlærðu af heimsku þinni.



12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á
framfæri
einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu ... Aha ekkert svona fyrst að þú
féllst
fyrir þessu.



Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun

(Takk Magga, og nú bíð ég eftir að það verði morgun og skemmtilegasti dagur lífs míns!)

Tuesday, August 5, 2008

Vetraúlpan

Vetraúlpan sem Ellos var svo hugguleg að gefa mér þegar ég var að panta mér sumar boli um daginn er nú þegar komin í gagnið. Ekkert smá fyndið. Fyrst er maður soðin og steiktur af hita og sól. Pantar kæli teppi fyrir hundana sem eru að gefa upp öndina og alveg á mörkum örvæntingar vegna svita og hita og nokkrum dögum síðar er maður komin í vetraúlpu í rigningu og kulda. Ekki það, ég er sátt. Leiðinlegt fyrir skottuna mína sem ég fer að hitta á eftir og fólkið sem er ekki með rafmagn eftir storminn og rigninga flóðið í nótt er sennilega líka hálf þreytt á þessu. En ÉG er sátt.

Sunday, August 3, 2008

Allt í steik

Nei ég segi svona. En ég er að laga steik í kvöldmatinn. Fyrir utan það er ég bara í afslöppun. Ætla í langann túr með fjórfætlurnar mínar á milli fimm og sex. Og að öðruleyti bara að nóta dagsins í leti. Annað kvöld ætla ég að taka til og búa um hröbbu krútt. Fer svo beint eftir vinnu á þriðjudag að sækja skottuna. Veit ekki hvenær við komum svo hingað í kotið, það fer eftir vindum og veðri og öðru þess háttar.

Saturday, August 2, 2008

Svefnleysi hefur áhrif á fólk


samanber síðustu færslu. Maður hættir að geta stafað (ekki það að ég sé dugleg við það, vel sofin) Maður hættir líka að nenna að spá í að ryksuga, þvo og ýmislegt annað.