Thursday, August 28, 2008
Djö.... var gaman á agility námskeiðinu í gær
Ég var búin að vera ansi mikið á báðum áttum með að fara. Skít hrædd um að ég mundi gera mig að fífli því við Sirocco erum ekki búin að æfa okkur neitt í sumar. Við erum búin að vinna í ýmsu öðru í sumar en ekki agility.
Hvað haldiði svo, Sirocco er bara natural born agility champion og lét eins og við værum búin að æfa 3 svar í viku alveg síðan síðasta námskeiði lauk. Algjör stjarna. Búin að þroskast heilmikið og lét ekki illa við hina voffana sem voru þarna, enda svo sem sami hópurinn og hann er alltaf góður með þeim sem hann þekkir. Gott ef litli villingurinn minn er ekki bara allur að koma til. Aftur var veðrið ekki skemmtilegt þetta kvöld því það var ausandi rigning allt kvöldið og við öll blaut inn að beini. En skítt með það þetta var sjúklega gaman!
Næsta skipti er á sunnudaginn klukkann 11.00 og ég hlakka til. Ég veit ekki með Sirocco því hann er alveg búinn á því í dag og vill bara sofa. Fór ekki einu sinni með í hálf tíu kaffi og þá er mikið sagt.
Annars er ekki mikið fréttnæmt. Frumburinn fer til ljós lífsins á morgun og verður í 10 daga. Einkasonurinn plummar sig skólanum og fótboltanum, makinn gerir það sem hann gerir og ég það sem ég alltaf hef gert.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment