Allt uppáhalds fólkið mitt af klakanum komið og farið. Eftir sit ég í eymd og volæði. Sumarfríið búið og ég mætt í vinnu. Manni getur nú sárnað þó maður sé ekki grenjandi endalaust.
Takk elskurnar enn og aftur fyrir komuna og endilega komiði aftur sem fyrst!!
Laugarnes skvísan og ég áttum frábæra daga saman. Byrjuðum í Landskrona og eftir að hafa spjallað við heimilisfólkið sem var svo indælt að passa krúttið mitt meðan ég brunaði niður eftir skelltu stelpurnar úr laugarnesinu sér í bæinn. Þar lentum við í miklum hasar. Við vorum svo djarfar að við fórum á pöbb og fengum okkur bjór. Yfirleitt er það ekki frásögu færandi en í þetta skipti var spennan gífurleg.
Það kom ungur svartur drengur hlaupandi á harða spani inn á pöbbinn og á eftir kemur bíll. Út úr bílnum stökk snar brjálað ljón (drengur með með sítt hvítt hár) Inn hleypur ljónið og við (sem sátum úti) heyrum brambolt mikið og glös brotna. Út geysist ljónið og áfram inn í bíl. Bíllin fer öskrandi á stað og stuttu seinna kemur löggan og reynir að tala við litla sæta negra strákinn, sem er núna með handklæði um hausinn og blóðið lekandi útum allt. Negrastákurinn átti níu negrastráka vini (nei djók) en vinir hans komu og voru að rugla einhvað í löggumann sem stakk þeim beint í kjallarann (nei djók) en slasaði drengurinn hljóp frá löggunni og hinir hurfu á brott.
Löggi gat ekki annað en af pantað sjúkrabílinn og fór svo með trölla skottið sitt á milli lappanna inn í bíl og hvarf á brott illskeyttur mjög.
Við stöllur lölluðum heim og restin af dvölinni var öllu rólegri. Við versluðum í risa molli á akkorði í 6 klukkutíma á miðvikudaginn áður en við héldum heim í sveitina. Spjölluðum fram eftir nóttu, sváfum lengi, borðuðum góðan mat, skruppum í bæinn, fórum í bíó, löbbuðum og hlógum út í eitt og þá aðalega af prakkara strikum barnæskunnar. Þetta var mjög góð vika sem leið mjög hratt.
Góða ferð heim í dag elsku krúttið mitt. Og einu get ég lofað: ég mun aldrei borða kex með gráðuosti og bláberja sultu án þess að hugsa til þín.
Og að lokum: ÞETTA ER AÐ KOMA, ÞETTA ER AÐ KOMA, ÞETTA ER AÐ KOMA, Ég kem öllum myndum á mail til ykkar í kvöld eða alla vega fyrir mánudag . Takk aftur fyrir æðislegar heimsóknir dúllurnar mínar!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já þetta kemur vonandi sem fyrst skrattakollur! Ég er að pakka og sting af aftur til þín!
Post a Comment