Ný mætt í vinnu og fór blogg túrinn minn. (Virðist vera frekar mikill blogg þurkur í fólki, ef það er ekki hreinlega dáið og þá meina ég í alvöru dáið. Þá nennir það ekki að skrifa nema einhverjar fáar raðir ef það yfir höfuð skrifar svo mikið) Og afþví að flestir á rúntinum mínum eru slóðaðir á minni síðu þá fer ég oftast inn þá leiðina.
Og hvað sé ég þá.... síðasta færsla frá mér segir allt og öllum að myndirnar verði komnar í póst "alla vega fyrir mánudag" Svo er þó ekki og ég biðst afsökunar á því. En ég tel mig sleppa fyrir horn því ég er búin að vera með gesti um helgina ha.
Og svo í gær fór ég og sá einkasoninn skora 4 mörk og verða að hetju í fótbolta svo heim að baka hveitisnúðana sem sami einkasonur er búin að vera að væla í mér um að fá að gera með mér. (Hann kom þegar það voru 2 mínútur í að taka fyrstu plötuna úr ofninum og sagði mér að það væru 2 mínútur í snúðana HANS) fín hjálp í honum.
Og svo þegar ég var búin að kippa síðustu plötunni úr ofninum fór ég með frumburann að sækja ljós lífsins á brautar stöðina í Växjö. Var svo komin heim eftir háttatíma og fór bara að sofa... eftir að horfa á einn BL þátt..
Ég er búin að hóta frumburanum og ljósi lífsins svo rækilega með að senda hann heim og dýfa þeim í tjöru og fjaðrir og ég veit ekki hvað og hvað. Ásamt að segja þeim að eldhúsið loki yfir nóttina frá 23.00 að ég heyrði ekki í þeim í nótt. Vona ynnilega að það haldi þannig áfram. (á ekki tjöru og fjaðrir nefnilega, eeeen DO NOT TRY ME ON THIS ONE, ég redda mér tjöru og fjöðrum ef til kemur)
Byrjuð á kúrnum góða, en gleymdi víst aðalatriðinu.... að vikta mig í morgun. Ég biðst afsökunar á því.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment