23. ágúst
Enn gengur allt vel. Búin að fara út að labba með hundana og búin að fá mér hádegismat. Núna hef ég ekki reykt í 15 tíma og ég veit að það er nú ekki neitt sérstakt afrek! Nema vegna þess að ég hef ekki verið reyklaus svona "lengi" síðan 1991 Þá gerði ég alvöru tillraun til að hætta og gat það í uþb viku. Svo hef ég bara tekið það svo nærri mér að það tókst ekki að ég hef ekki reynt síðan nema einhvað svona hálfhjartað og lukkast í einhverja tíma.
24. ágúst
Ég get nú ekki sagt að mér finnist gaman að hætta að reykja. Það eru komnir rúmlega 40 tímar síðan ég reykti síðast og þetta hefur gengið ágætlega. Ég er með sígarettur gjörsamlega á heilanum og verð hissa þegar ég tek eftir að það eru liðnar 3-5 mínótur frá því að ég hugsaði um sígarettur. Semsé er þetta alveg stöðugt í heilanum á mér. Ég svaf mjög illa í nótt, vaknað margoft og var í því að bylta mér framm og til baka. Hvað haldið þið að hafi skotist upp í kollinn minn í hvert skipti sem ég vaknaði? Já nú er spurt!
Ég mæli eindregið með því að fólk sé ekki að byrja að reykja! Og get lofað því að ef fólk vissi hvað það þarf að ganga í geggnum til að hætta að reykja þá mundi það andskotinn hafi það aldrei byrja!
9. september
Jepp, einn enn svona dagur. Mig er búið að langa ógeðslega mikið í sígo og er alveg að gefast upp á þessu.
En ég tek bara kukkutíma í einu og geri mitt besta til að falla ekki.
Ávinningurinn af því að hætta að reykja
Áhrifin á heilsuna af því að hætta að reykja láta ekki á sér standa: Eftir 20 mínútur lækkar blóðþrýstingur og púls og blóðrás batnar. Eftir 8 tíma hefur kolsýrlingur (CO) í blóði minnkað um helming og eftir 48 tíma er hann horfinn. Þá er lyktar- og bragðskyn einnig komið í eðlilegt horf, hósti og andþyngsli að hverfa og auðveldara fyrir lungun að kljást við sýkingar. Eftir eitt ár hafa líkurnar á að fá hjartasjúkdóma minnkað um helming og eftir 5 ár er hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma álíka mikil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Eftir 15 ár er hættan á að fá lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Félagslegur ávinningar eru líka mikill, m.a. vegna þess að í flestum nútíma samfélögum er orðið erfitt fyrir fólk að reykja.
1 comment:
Til hamingju með fyrsta reyklausa árið þitt! Þú ert duglegasta skottan mín!
Post a Comment