Sunday, August 24, 2008

Silfur er Gull

Ég sit og horfi á leikinn. Leikinn Ísland/Frakkland. Ég hata Frakkland. Hef alltaf hatað Frakkland og þessi leikur er ekki að breyta því.

Ég vona samt að Íslendingar geri sér grein fyrir hvað þetta silfur er stórt!! Ísland er æðislegt og ég ætla að láta tattúera landið mitt á mig. Veit bara ekki hvort það verður á handlegginn eða kinnina....sjáum bara til. Ég er rosalega stolt yfir að vera Íslensk og ég er ofboðslega stolt af landinu mínu og ég er ofboðslega stolt af handboltaliðinu okkar!!!!

Vogiðið ykkur ekki að vera ekki stolt af "strákunum okkar"

ÁFRAM ÍSLAND!

No comments: