Tuesday, August 5, 2008
Vetraúlpan
Vetraúlpan sem Ellos var svo hugguleg að gefa mér þegar ég var að panta mér sumar boli um daginn er nú þegar komin í gagnið. Ekkert smá fyndið. Fyrst er maður soðin og steiktur af hita og sól. Pantar kæli teppi fyrir hundana sem eru að gefa upp öndina og alveg á mörkum örvæntingar vegna svita og hita og nokkrum dögum síðar er maður komin í vetraúlpu í rigningu og kulda. Ekki það, ég er sátt. Leiðinlegt fyrir skottuna mína sem ég fer að hitta á eftir og fólkið sem er ekki með rafmagn eftir storminn og rigninga flóðið í nótt er sennilega líka hálf þreytt á þessu. En ÉG er sátt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já þú elskar rok og rigningu út í eitt! En skemmtið þið ykkur vel og ÉG er EKKERT ABBÓ! EKKERT EKKERT EKKERT
Ég veit gullið mitt ég veit!
Post a Comment