Litlu jólin voru haldin á laugardaginn og voru þau ekki síðri stóru jólunum. Foreldrar mínir, litli bróðir (sem er orðinn stór) kærastan hans og tengdaforeldrar mínir mættu í hlaðborð og pakka opnun hjá okkur. Tengdaforeldrar því þau voru svo veik á stóru jólunum að þau gátu ekki verið með okkur hinum heldur lágu bara útislegin heima, listarlaus og alslaus. Og mínir foreldrar og bróðir því þau voru í USA inu öll jólin.
Við áttum yndislegt kvöld. Átum á okkur gat, hlógum dátt að skemmtilegu pökkunum okkar og spjölluðum langt fram á kvöld.
EN NÚ er líka nóg komið af endalausu áti og hátíðar haldi. Ég er búin að strengja áramóta heit. Geri það yfirleitt og gleymi því svo jafn óðum. Enda alltaf verið einhver háfleg heit um að missa 50 kíló, hætta að reykja, byrja í líkamsrækt og einhvað svona álíka. Í ár er ég rólegri í þessu og heiti því að lifa almennt heilsusamlegar bara. Held að það ætti að geta tekist. Er reyndar löngu hætt að reykja sem er gott. Er með grænmetis rétt með mér í hádegismatinn og ætla að borða mun meira af grænmetis réttum ekki minnst þar sem mér finnst það mjög góður matur.Ætla að labba lengra og oftar með Sirocco en ég hef gert. Ekki það að ég fer nú þegar í 4 labbitúra á dag en any way.
Já þetta verður fínt bara. Þetta verður fínt ár. Erfitt fyrir marga sérstaklega landsmenn mína, það veit ég. En gott ár samt, við verðum að trúa því!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment