Friday, November 28, 2008

Loksins föstudagur


Ég er orðin svo spillt og vön því að hafa það gott og aldrei vinna meir en 2 daga í einu að þessi vika er búin að vera horror. Vegna bíla vandræða á mánudaginn þegar ég ekki komst í vinnuna þá varð það frídagurinn minn og miðvikudagurinn varð að vinnudegi. Ég kann mun betur við að vera í mínu fríi á miðvikudögum. Það fór bara allt í rugl hjá mér.

Enginn matseðill var búin til. Matarinkaupin voru ekki gerð á réttum degi. Húsið er ein rúst og þvotturinn flæðir um allt gólf og ég veit bara ekki hvað. Djö... hef ég það gott venjulega.

Ég var ekki fyrr búin að sleppa frá mér atvinnuleysis áhyggju blogginu þegar mér var sagt að ég fengi meiri vinnu hér eftir áramót. Það er í fínu lagi en sú vinna verður ekki gerð á miðvikudögum. Heldur byrja ég þá tíma fyrr á morgnana og hætti tíma seinna á kvöldin. Miðvikudagar eru heilagir og ég á frí þá!

No comments: