Fyrst og fremst er ég með stórar áhyggjur af Sirocco litla. Hann vakti mig í nótt og var einhvað að væla. Ég reyndi eins og ég gat að heyra ekki í honum en það þýddi lítið svo ég fór með hann út. Hann pissaði og var einhvað allur á nálum. Svo fórum við inn og hann drakk svakalega mikið af vatni. Við fórum svo aftur uppí ból og hann þakkaði mér fyrir að hafa reddað sér með því að hjúfra sig upp að mér og svo sofnuðum við.
Stuttu seinna vakti hann mig aftur og þegar ég opnaði hliðið fyrir hann (muldrandi í örgum tón af svefnleysi og pirringi) hljóp hann út í eldhús og svolgraði vatn alveg hálfan líter held ég. Kom svo aftur og lagði sig.
Í morgun fór hann út með eiginmanninum elskulegum en þurfti svo að fara aftur út strax og ég var komin á fætur. Hann bar sig illa og lyfti ekki löppinn, heldur pissaði bara þar sem hann stóð. Hann er enn einhvað órólegur og als ekki eins og hann á að sér að vera. Hringi í dýralækninn núna bara og athuga hvað hann segir um málið.
Já, búin að fá tíma klukkan 14.00 alla vega og svo sé ég til hvort hann hressist eða versnar.
Uppþvottavélin hitar ekki vatnið fyrir mig þegar hún er að vaska upp, er það atriði, nei ég spyr.
Þannig að þetta er ekki uppáhalds föstudagurinn minn. Kann ekki að meta svona!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Vona að Sirrocco sé bara með flensu! Óskum honum alla vega góðs bata og svo verðuru bara að þvo upp sjálf alla helgina! Mín uppþvottavél er LÍKA biluð, reyndar get ég þvegið í henni en rennibraut er biluð. MRRRD
GÓÐA HELGI gullið mitt
Post a Comment