Monday, August 31, 2009

Myndir eins og lofað var




Alein

Alein reyndar með Sirocco. Orðin frekar vön því að vera annað hvort hjá Micke eða að hafa hann hjá mér. En núna er hann heima að passa hund mömmu sinnar og ég hér að stunda vinnu. Fer svo eftir vinnu á morgun til hans svo mér er kannski ekki vorkunn þegar vel er að gáð.

Helgin var viðburðarík að vanda. Rólegt reyndar á föstudags kvöldinu. Á laugardaginn fórum við á fætur á skaplegum tíma. Pökkuðum vatni handa okkur og handa Sirra. Bönunum, myndavél og einhverju smávægilegu og lögðum af stað í ævintýrið. Set inn myndir af því við fyrsta tækifæri.

Ég er ekki viss hvað við hjóluðum langt á teinunum en við vorum alla vega úti á ferð frá 2 til hálf sex. Sjúklega gaman, og erfitt á köflum. Sirocco fékk bæði að sitja á pallinum og hvíla sig og að hlaupa eins og honum listi í skóginum. Okkur þótti þetta mjög gaman öllum þremur.

Þegar við vorum búin að skila hjólunum settumst við á bekk við torgið og hlustuðum á músik, svipað og maður gerði þegar maður var unglingur. :-) Fórum svo á pizzuna og skiptum einni pizzu á milli okkar. Einhverju síðar fórum við svo heim og sátum þar og kjöftuðum og hlustuðum á meiri músík. Um miðnætti datt okkur svo í hug að sækja vin okkar í Vetlanda (as you do)tókum hann með okkur heim og drukkum svo bjór framundir morgun (as you do) Sváfum svo meira eða minna allann sunnudaginn, fyrir utan að við elduðum mat og átum hann.

Um sjöleytið skutlaði ég svo Micke heim svo hann gæti hjálpað mömmu sinni með hundinn í dag og á morgun. Þegar ég kom svo heim, fékk ég mér harðfisk og fór svo bara í bólið. Hryllilega þreytt enda ekkert vön svona ferðalögum út um allar trissur.

Photos to fallow...

Friday, August 28, 2009

Föstudagur til frægðar

Ef einhvað er þá er ég hressari en í gær. Veit nú bara ekki hvar þetta endar. Samt fórum við ekkert snemma að sofa. Horfðum á 2,5 dvd Drag me to hell sem er sæmilega spúkótt. Og svo eina og hálfa í viðbót. Ég var víst svo þreytt þá að það varð bara að leggja mig. Þreytan var svo gífurleg að ég var vakin um miðja nótt fyrir að hrjóta og mér sagt að leggjast á hliðina :-) Slæmt þegar maður er farin að vekja fólk með hrotum... what to do??

Það er ekki mikið fréttnæmt, eða bara ekki neitt svo ég ætla bara að ljúga einhverju.

Á leiðinni heim úr vinnunni mætti ég gamalli konu. Hún horfði á mig og brosti. Spurði hvort ég gengi alltaf svona klædd.
Ég: (vandræðilega) Ha?
Gamla konan: Já, mér finnst þú eins og vitleysingur til fara.
Ég: Ehhh jáhá
Gamla konan: Ætlar þú ekki að svara þessu?
Ég: Emmmm já ég fíla svona föt sko
Gamla konan: Þá ert þú nú bara fífl
Ég: Fyrirgefðu, en þekki ég þig einhvað?
Gamla konan: Þú þekkir fáa og illa
Ég: Ehhh ha?
Gamla konan: Já, hunskastu heim til þín og skiptu um föt
Ég: Mér finnst þér nú ekki koma þetta við
Gamla konan: Nei, enda ertu fífl!

Þarna fannst mér tími til kominn að labba áfram, ég kvaddi, þakkaði fyrir spjallið og skundaði heim.

Svona nú er ég búin að ljúga nóg í bili.

Thursday, August 27, 2009

Heilsan og skapið

Það er alveg skelfilega gott að vera úthvíld og í góðu skapi! Vissu þið það?

Frumburinn (og ég veit að það heitir frumburðurinn) fékk hæstu einkunn í fyrsta áfanganum í náminu sínu! YOU GO GIRL! Ég er náttúrlega svakalega stolt yfir henni.

Átti frábærann dag í gær, fórum á fætur um 6 og lögðum af stað 7 komum heim 18 svo eftir 12 tíma túr vorum við alveg uppgefin en ánægð með árangurinn. Fórum svo snemma að sofa og ég vaknaði eldhress og endurnærð í fyrsta skipti í margar vikur.

Á laugardaginn erum við svo að fara að hjóla á járnbrautateinum á þar tilbyggðum hjólavögnum. Get ekki alveg útskýrt þetta svo ég set bara inn myndir af þessu uppátæki seinna. En ég held að þetta verði öfga gaman. Sirocco kemur auðvitað með og ég held að honum muni líka finnast þetta gaman! Hlakka til að gera einhvað svona öðruvísi.

Hvað ætli komi næst? Renna sér í forsum, árabáta róður, fjallgöngur og annað í svipuðum dúr? Já hvað kemur næst, ég bara spyr

Tuesday, August 25, 2009

Er komið haust?

Ég er ekki sérlega dugleg að blogga. Hef svo sem frá nóg að segja en allt á ekki að setja á prent.

Fríið var eins og vant er þessar vikurnar full af sukki. Hófa og David voru sótt á föstudags morguninn og ég held satt best að segja að þau hafi nú bara verið fegin því. Það var samt gott að hafa þau og ég vona að þau séu ekki í sjokki yfir okkur fullorðna fólkinu sem voru á staðnum.

Á morgun verður haldið til Kalmar, þurfum að redda ýmsu. Ég reyndar bara úlpu á Dodda. Krúttið mitt einhverju öðru sem verður ekki talið upp hér. Sirocco fer í daggæslu á meðan.

Það er kallt á kvöldin og morgnana og tíminn þegar maður þarf vetraúlpu á morgnana og poka til að bera hana heim á eftirmið daginn er að koma. Enn get ég farið í fallegu hettu peysunum þó :-)

Takk fyrir komuna Hófa mín og David!! Þið eruð heilmikil krútt, líst vel á ykkur!!!

Tuesday, August 18, 2009

Bíta á jaxl

Einn af þessum dögum þegar það er nóg að gera frá upphafi til enda. Fyrst hér að dunda mér til fjögur. Svo næsta vinna til hálf sex. Þvottahús frá sex til tíu og þar á milli véla fer ég með gestina mína á flötböku staðinn hér í bæ. Þau eru alveg vitlaus í sænskar pizzur þessar elskur.

Planið er að reyna að laga aðeins til og skipta um á rúminu líka. Að öðruleiti skeður ekki mikið í dag. Glæsilegt að mér tókst að fá frí þessa daga. Hundleiðinlegt að hanga endalaust í vinnunni þegar maður er með gesti.

Verð nú líka að laga til í skottinu á bílnum, setja bensin á hann. Skil ekki þetta bensín þamb á bílnum. Panta tíma til að laga einhvað sem ég á að vera búin að láta laga fyrir löngu. Og fyrir utan þetta hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að gera til tíu í kvöld.

Er greinilega orðin mjög skrýtin með árunum því ég hlakka öfga mikið til að hitta suma (nefni engin nöfn í dag) aftur.

Ný klippt og kann ekki á hárið á mér enn. Þvílík vandamál sem maður getur átt í.

Monday, August 17, 2009

Útilegan bíður betri tíma

Það gékk á með skúrum alla helgina svo við fórum nú bara aldrei af stað í útileguna góðu. Ég keypti alla vega einhvað fínt til að liggja á í tjaldi og á það þá þegar við loksins komumst í útilegu.

Við áttum samt þræl góða helgi eins og okkur einum er lagið. Ég er að fá að hitta fleiri og fleiri ættingja og finnst nú þegar að ég eigi heilmikið í þeim öllum enda allt afskaplega yndislegt fólk.

Hófa og David liggja sennilega heima hjá mér og sofa sætt. Þau verða að sinna sér sjálf í dag og á morgun. En svo er komið frí hjá mér aftur. Planið er að skreppa til Kalmar með skötuhjúin að versla og sækja svo Mikael á leiðinni heim. Ég verð að útvega mér gallabuxur. Ég lýg því ekki! Öll föt meira og minna orðin og stór á mig eina ferðina enn.

Best að aulast til að vinna... alveg nóg að gera

Wednesday, August 12, 2009

Sko...

Þegar einhver sem manni finnst skemmtilegur er heima hjá manni á morgnana. Kúrandi uppi í rúmi. Þá er viðbjóðslega leiðinlegt að fara á fætur og í vinnuna. En það verður nú að gera það samt.

Ég og Sirocco fórum semsé á fætur um sjö, læddumst út úr svefnherberginu og lokuðum hurðinni varlega. Nú svo fengum við okkur te, ristað brauð og hundamat hver eftir sínum smekk. Löguðum til í eldhúsinu, greiddum okkur og kembdum. Burstuðum tennur og hvað eina. Horfðum aðeins á fréttirnar, ég var að bíða eftir veðrinu en það kom aldrei. Nú og svo læddist ég inn í svefnherbergi, kvaddi og kyssti krúttið í rúminu og nú erum við komin í vinnuna. Ég er að æsa mig í mánaðar uppgjörin. Mun sennilega gera 3 svoleiðis í dag og eitt á morgun.

Hjálpiði mér nú að vona að veðrið verði gott næstu helgi því ég er að fara í útilegu ha!

Monday, August 10, 2009

Hvolpar eru dásemd


Fór til Kalmar að hitta vin minn í fyrradag og kom heim í gær. Þar á bæ eru þessir 4 gullfallegu hvolpar og það veldur lífshættu að sjá þá. Ég var sko næstum því búin að kaupa einn. Þennann sem er svartur. Rétt náði að stoppa mig af því satt best að segja þá er alveg nóg fyrir mig að vera með einn hund. En crapp hvað þetta er sætt og crapp hvað manni lagar að eiga alla hvolpa sem maður sér!

Það stendur til að fara með vini mínum í útilegu næstu helgi nema það verði skíta veður því þá gerum við einhvað annað bara. Sem minnir mig á að mig vantar tjald. Ég má víst fá lánaða svefnpokana mína, sem er gott. Mér líst á þetta og vona að veðrið verði gott. Allt svona skapar minningar og ég vil eiga mikið af þeim :-)

Á sunnudaginn kemur svo Hófa mín með harðfisk og súputeninga. Þarf að útskýra það einhvað frekar? Nei ég held ekki!

Tuesday, August 4, 2009

Brjálað stuð hjá mér...

Er enn með heimsókn og líkar það vel.

Fór með heimsókninni í heimsókn heim til hans í nokkra daga og það var fínt. Mikið drukkið, kjaftað og ætt um á bílnum á daginn. Músik spiluð og farið út um kvipp og kvapp í stuttar heimsóknir til vina og ættingja.

Svo var haldiði hingað til að fara í almennilegt partý á markaðinn hér í bæ. Sunnudagurinn fór nokkurnveigin fyrir kattarnef og svo mætti ég galvösk í vinnuna í gær. Já og í dag ;.) Á morgun er frí nema ég þarf aðeins að vinna í mínu fyrirtæki eins og 3 tíma og svo stendur til að skreppa með vin minn heim eftir það.

Kannski gisti ég eina nótt þar því við höfum svo lítið sést síðustu vikurnar og kannski held ég heim seinna um kvöldið. Það ræðst úr því.

Á fimmtudagskvöld stendur svo til að ungarnir mínir komi til mín og ég vona að það verði loks úr því.

Svona er planið næstu daga og svo styttist í að Hófa mín komi með sinn gæja. Það verður gaman af því!

over and out