Ef einhvað er þá er ég hressari en í gær. Veit nú bara ekki hvar þetta endar. Samt fórum við ekkert snemma að sofa. Horfðum á 2,5 dvd Drag me to hell sem er sæmilega spúkótt. Og svo eina og hálfa í viðbót. Ég var víst svo þreytt þá að það varð bara að leggja mig. Þreytan var svo gífurleg að ég var vakin um miðja nótt fyrir að hrjóta og mér sagt að leggjast á hliðina :-) Slæmt þegar maður er farin að vekja fólk með hrotum... what to do??
Það er ekki mikið fréttnæmt, eða bara ekki neitt svo ég ætla bara að ljúga einhverju.
Á leiðinni heim úr vinnunni mætti ég gamalli konu. Hún horfði á mig og brosti. Spurði hvort ég gengi alltaf svona klædd.
Ég: (vandræðilega) Ha?
Gamla konan: Já, mér finnst þú eins og vitleysingur til fara.
Ég: Ehhh jáhá
Gamla konan: Ætlar þú ekki að svara þessu?
Ég: Emmmm já ég fíla svona föt sko
Gamla konan: Þá ert þú nú bara fífl
Ég: Fyrirgefðu, en þekki ég þig einhvað?
Gamla konan: Þú þekkir fáa og illa
Ég: Ehhh ha?
Gamla konan: Já, hunskastu heim til þín og skiptu um föt
Ég: Mér finnst þér nú ekki koma þetta við
Gamla konan: Nei, enda ertu fífl!
Þarna fannst mér tími til kominn að labba áfram, ég kvaddi, þakkaði fyrir spjallið og skundaði heim.
Svona nú er ég búin að ljúga nóg í bili.