Alein reyndar með Sirocco. Orðin frekar vön því að vera annað hvort hjá Micke eða að hafa hann hjá mér. En núna er hann heima að passa hund mömmu sinnar og ég hér að stunda vinnu. Fer svo eftir vinnu á morgun til hans svo mér er kannski ekki vorkunn þegar vel er að gáð.
Helgin var viðburðarík að vanda. Rólegt reyndar á föstudags kvöldinu. Á laugardaginn fórum við á fætur á skaplegum tíma. Pökkuðum vatni handa okkur og handa Sirra. Bönunum, myndavél og einhverju smávægilegu og lögðum af stað í ævintýrið. Set inn myndir af því við fyrsta tækifæri.
Ég er ekki viss hvað við hjóluðum langt á teinunum en við vorum alla vega úti á ferð frá 2 til hálf sex. Sjúklega gaman, og erfitt á köflum. Sirocco fékk bæði að sitja á pallinum og hvíla sig og að hlaupa eins og honum listi í skóginum. Okkur þótti þetta mjög gaman öllum þremur.
Þegar við vorum búin að skila hjólunum settumst við á bekk við torgið og hlustuðum á músik, svipað og maður gerði þegar maður var unglingur. :-) Fórum svo á pizzuna og skiptum einni pizzu á milli okkar. Einhverju síðar fórum við svo heim og sátum þar og kjöftuðum og hlustuðum á meiri músík. Um miðnætti datt okkur svo í hug að sækja vin okkar í Vetlanda (as you do)tókum hann með okkur heim og drukkum svo bjór framundir morgun (as you do) Sváfum svo meira eða minna allann sunnudaginn, fyrir utan að við elduðum mat og átum hann.
Um sjöleytið skutlaði ég svo Micke heim svo hann gæti hjálpað mömmu sinni með hundinn í dag og á morgun. Þegar ég kom svo heim, fékk ég mér harðfisk og fór svo bara í bólið. Hryllilega þreytt enda ekkert vön svona ferðalögum út um allar trissur.
Photos to fallow...
Monday, August 31, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment