Þegar einhver sem manni finnst skemmtilegur er heima hjá manni á morgnana. Kúrandi uppi í rúmi. Þá er viðbjóðslega leiðinlegt að fara á fætur og í vinnuna. En það verður nú að gera það samt.
Ég og Sirocco fórum semsé á fætur um sjö, læddumst út úr svefnherberginu og lokuðum hurðinni varlega. Nú svo fengum við okkur te, ristað brauð og hundamat hver eftir sínum smekk. Löguðum til í eldhúsinu, greiddum okkur og kembdum. Burstuðum tennur og hvað eina. Horfðum aðeins á fréttirnar, ég var að bíða eftir veðrinu en það kom aldrei. Nú og svo læddist ég inn í svefnherbergi, kvaddi og kyssti krúttið í rúminu og nú erum við komin í vinnuna. Ég er að æsa mig í mánaðar uppgjörin. Mun sennilega gera 3 svoleiðis í dag og eitt á morgun.
Hjálpiði mér nú að vona að veðrið verði gott næstu helgi því ég er að fara í útilegu ha!
Wednesday, August 12, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já góða skemmtun í útilegunni! Gott að þú máttir fá svefnpokana þína lánaða :)
Njóttu súputeninganna og harðfisksins... ekki viss um að vinur þinn vilji súputening og mjólk en það má reyna það fyrst hann vill kofareykt hrossabjúga!
Post a Comment