Thursday, August 27, 2009

Heilsan og skapið

Það er alveg skelfilega gott að vera úthvíld og í góðu skapi! Vissu þið það?

Frumburinn (og ég veit að það heitir frumburðurinn) fékk hæstu einkunn í fyrsta áfanganum í náminu sínu! YOU GO GIRL! Ég er náttúrlega svakalega stolt yfir henni.

Átti frábærann dag í gær, fórum á fætur um 6 og lögðum af stað 7 komum heim 18 svo eftir 12 tíma túr vorum við alveg uppgefin en ánægð með árangurinn. Fórum svo snemma að sofa og ég vaknaði eldhress og endurnærð í fyrsta skipti í margar vikur.

Á laugardaginn erum við svo að fara að hjóla á járnbrautateinum á þar tilbyggðum hjólavögnum. Get ekki alveg útskýrt þetta svo ég set bara inn myndir af þessu uppátæki seinna. En ég held að þetta verði öfga gaman. Sirocco kemur auðvitað með og ég held að honum muni líka finnast þetta gaman! Hlakka til að gera einhvað svona öðruvísi.

Hvað ætli komi næst? Renna sér í forsum, árabáta róður, fjallgöngur og annað í svipuðum dúr? Já hvað kemur næst, ég bara spyr

1 comment:

Anna Stína said...

Sting upp á bungee jumping eða fallhlífastökki...