Tuesday, August 4, 2009

Brjálað stuð hjá mér...

Er enn með heimsókn og líkar það vel.

Fór með heimsókninni í heimsókn heim til hans í nokkra daga og það var fínt. Mikið drukkið, kjaftað og ætt um á bílnum á daginn. Músik spiluð og farið út um kvipp og kvapp í stuttar heimsóknir til vina og ættingja.

Svo var haldiði hingað til að fara í almennilegt partý á markaðinn hér í bæ. Sunnudagurinn fór nokkurnveigin fyrir kattarnef og svo mætti ég galvösk í vinnuna í gær. Já og í dag ;.) Á morgun er frí nema ég þarf aðeins að vinna í mínu fyrirtæki eins og 3 tíma og svo stendur til að skreppa með vin minn heim eftir það.

Kannski gisti ég eina nótt þar því við höfum svo lítið sést síðustu vikurnar og kannski held ég heim seinna um kvöldið. Það ræðst úr því.

Á fimmtudagskvöld stendur svo til að ungarnir mínir komi til mín og ég vona að það verði loks úr því.

Svona er planið næstu daga og svo styttist í að Hófa mín komi með sinn gæja. Það verður gaman af því!

over and out

2 comments:

Hófí said...

Hlakka svo til að koma ! :)
og sína þér gæjan minn hehe

Birna said...

Æðislegt!! Vona að ég geti sýnt þér gæann minn líka en veit ekki hvort hann kemur einhvað til mín þessa viku