Það gékk á með skúrum alla helgina svo við fórum nú bara aldrei af stað í útileguna góðu. Ég keypti alla vega einhvað fínt til að liggja á í tjaldi og á það þá þegar við loksins komumst í útilegu.
Við áttum samt þræl góða helgi eins og okkur einum er lagið. Ég er að fá að hitta fleiri og fleiri ættingja og finnst nú þegar að ég eigi heilmikið í þeim öllum enda allt afskaplega yndislegt fólk.
Hófa og David liggja sennilega heima hjá mér og sofa sætt. Þau verða að sinna sér sjálf í dag og á morgun. En svo er komið frí hjá mér aftur. Planið er að skreppa til Kalmar með skötuhjúin að versla og sækja svo Mikael á leiðinni heim. Ég verð að útvega mér gallabuxur. Ég lýg því ekki! Öll föt meira og minna orðin og stór á mig eina ferðina enn.
Best að aulast til að vinna... alveg nóg að gera
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment