Monday, August 10, 2009
Hvolpar eru dásemd
Fór til Kalmar að hitta vin minn í fyrradag og kom heim í gær. Þar á bæ eru þessir 4 gullfallegu hvolpar og það veldur lífshættu að sjá þá. Ég var sko næstum því búin að kaupa einn. Þennann sem er svartur. Rétt náði að stoppa mig af því satt best að segja þá er alveg nóg fyrir mig að vera með einn hund. En crapp hvað þetta er sætt og crapp hvað manni lagar að eiga alla hvolpa sem maður sér!
Það stendur til að fara með vini mínum í útilegu næstu helgi nema það verði skíta veður því þá gerum við einhvað annað bara. Sem minnir mig á að mig vantar tjald. Ég má víst fá lánaða svefnpokana mína, sem er gott. Mér líst á þetta og vona að veðrið verði gott. Allt svona skapar minningar og ég vil eiga mikið af þeim :-)
Á sunnudaginn kemur svo Hófa mín með harðfisk og súputeninga. Þarf að útskýra það einhvað frekar? Nei ég held ekki!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment